Erlent

Meintur flóttamannabátur fórst við Ástralíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bátur með flóttafólki. Myndin tengist ekki þessari frétt.
Bátur með flóttafólki. Myndin tengist ekki þessari frétt.

Óttast er að á þriðja tug manna hafi farist með báti sem sökk norðvestur af Ástralíu í gær. Sautján manns var bjargað upp í skip sem kom aðvífandi eftir að neyðarkall hafði borist frá bátnum en 25 er enn saknað. Grunur leikur á að báturinn sem sökk hafi verið að smygla flóttafólki frá Sri Lanka eða Afganistan til Ástralíu en mikið er um að flóttafólk þaðan komi sér sjóleiðis til Ástralíu og biðji um hæli. Áströlsk yfirvöld hafa þó ekki staðfest að um flóttafólk hafi verið að ræða í þessu tilfelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×