Innlent

Vill breyta turni í hótel

vill hótel Þyrping hefur sótt um leyfi til að breyta hæsta turninum við Skúlagötu í hótel.fréttablaðið/vilhelm
vill hótel Þyrping hefur sótt um leyfi til að breyta hæsta turninum við Skúlagötu í hótel.fréttablaðið/vilhelm

Þyrping hefur sótt um leyfi til að fá að breyta einum íbúðaturni í Skuggahverfi í hótel. Það mundi rúma allt að 160 herbergi. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær.

Þar var rætt við forstjóra Þyrpingar, Odd Víðisson, sem segir hótelrekanda mjög áhugasaman um að koma upp hóteli í hæsta turninum við Skúlagötu. Þyrping hefur sótt um leyfi til breytinganna hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík, en engin svör fengið. Oddur vísar til þess að í nágrenninu sé verið að undirbúa 400 herbergja hótel tengt Austurhafnarverkefninu, en ríkisvaldið og Reykjavíkurborg standa að því. Þyrping vilji leyfi til sama reksturs.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×