Erlent

Nytjaleyfi Tortímandans boðið upp

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Getty Images

Nytjaleyfi fyrir kvikmyndunum um tortímandann, sem Arnold Schwarzenegger túlkaði lengst af á tjaldinu, verður boðið upp og selt hæstbjóðanda núna í nóvember. Handhöfn leyfisins veitir kaupandanum rétt til að búa til kvikmyndir, sjónvarpsþætti og annað efni undir heitinu Tortímandinn sem hefur fest sig í sessi sem mjög sterkt vörumerki á þeim 25 árum sem liðin eru síðan fyrsta myndin var gerð. Nytjaleyfið veitir þó engin réttindi yfir þeim myndum sem þegar hafa verið gerðar en sú nýjasta, Terminator Salvation, halaði inn 380 milljónir dollara á heimsvísu. Fyrirtækið Sony Pictures er talið mjög áhugasamt um nytjaleyfið en talsmenn þess vilja hvorki játa því né neita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×