Erlent

Bronsstytta af Bill Clinton

Brons Styttan stendur við Clinton-stræti í Pristína.
Brons Styttan stendur við Clinton-stræti í Pristína.

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær viðstaddur þegar afhjúpuð var þriggja og hálfs metra há stytta af honum í miðborg Pristína, höfuðborg Kosovo.

Þúsundir Albana buðu Clinton velkominn, en hann er þjóðhetja í Kosovo eftir að hann fyrirskipaði loftárás á hersveitir Serba árið 1999. Styttan er úr bronsi og stendur á Clinton-stræti en gatan var í þakklætisskyni nefnd eftir forsetanum. Í ræðu sinni sagðist Clinton aldrei hafa búist við því að svo stór og tignarleg stytta yrði reist sér til heiðurs. - afb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×