Innlent

Flensan gæti enn átt eftir að versna

Björn ZoËga
Björn ZoËga

Aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á Landspítalnum með svínaflensu. Þar liggja nú 45 sjúklingar með flesuna, þar af ellefu á gjörgæsludeild. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að hann eigi von á því að í vikunni komi í ljós hvort flensan eigi enn eftir að versna eða hvort nú muni loks fara draga úr henni. Svo gæti farið að um 100 manns til viðbótar þyrftu að leggjast inn. Þar með gætu sjúklingar á gjörgæsludeild orðið allt að þrjátíu talsins en að jafnaði hefur fólk, þungt haldið af svínaflensu, þurft að dvelja þar í þrjá til fjórar vikur. Spítalann segir hann þó geta annað slíku álagi.

Spurður um hvort einhver sjúklinganna sé í lífshættu svarar hann að erfitt sé að segja til um slíkt en ástand sjúklingana á gjörgæslu sé vissulega alvarlegt. Spítalinn verður áfram hafður á virkjunarstigi.

Telja má að aðeins eitt prósent þeirra sem smitast af flensunni leiti sér aðstoðar á heilbrigðisstofnun og má því ætla að fjöldi þeirra sem fengið hafa flensuna sé miklu meiri en staðfestar tölur segja til um.

Svínaflensan virðist leggjast þyngra á Íslendinga en nágrannaþjóðirnar en Björn segir skýringuna á því ef til vill vera þá að flensan hér hafi verið fyrr á ferðinni.- kdk



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×