Erlent

Skemmtiferðaskipið fór undir brúna

Það munaði litlu að illa færi þegar stærsta skemmtiferðaskip í heims sigldi undir Stórabeltibrúna í gærkvöldi. Skipið er sjö metrum of hátt til að fara undir brúna, en það rétt slapp eftir að skorsteinar þess voru lækkaðir.

Oasis of the Seas er stærsta skemmtiferðaskip í heimi en það var smíðað í Finnlandi. Til að komast til heimahafnar í Flórida þarf skipið þar af leiðandi að fara um Stórabeltisbrúna sem tengir saman Fjón og Sjáland.

Vandamálið er bara að skipið er sjö metrum hærra en brúin. Þegar skorsteinar skipsins höfðu hins vegar verið lækkaðir munaði hálfum metra á brúnni og skipinu. Þó það stæði tæpt var ákveðið að láta vaða á fullri ferð. Ástæðan er sú að á fullri ferð leggst skipið dýpra í sjóinn og þannig slapp skipið undir brúnna.

Sem fyrr segir er skipið engin smásmíði, það er 225 þúsund bróttótonn sem gerir það fimm sinnum stærra en Titanic og 15 sinnum stærra en Dettifoss og Goðafoss sem eru stærstu fraktskip íslenska skipaflotans.






Tengdar fréttir

Siglir undir brú sem er sjö metrum of lág

Það fylgjast sjálfsagt margir Danir með þegar risaskipið Oasis of The Seas reynir að sigla á fullri ferð undir Stórabeltisbrúna. Skipið er sjö metrum of hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×