Erlent

Polanski býður himinháa tryggingu

Óli Tynes skrifar
Roman Polanski.
Roman Polanski.

Lögfræðingur Romans Polanski segir að hann muni í dag bjóðast til að leggja fram himinháa tryggingu fyrir því að verða látinn laus úr svissnesku fangelsi.

Bandaríkin hafa þegar sent Svisslendingum formlega kröfu um að fá leikstjórann framseldan.

Polanski var handtekinn tuttugasta og sjötta september síðastliðinn þegar hann kom til Sviss til að vera viðstaddur kvikmyndahátíð þar sem átti að heiðra hann.

Svissneskur dómstóll hefur þegar hafnað tveimur beiðnum hans um að fá að ganga laus meðan hann bíður eftir að framsalsmál hans verði tekið fyrir.

Í þeim tilfellum benti dómstóllinn á að Polanski flúði frá Bandaríkjunum árið 1978 meðan hann beið dóms fyrir að nauðga þrettán ára stelpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×