Innlent

Sextíu ár frá því fyrstu umferðarljósin voru tekin í notkun

Af vef Reykjavíkurborgar.
Af vef Reykjavíkurborgar.
Í dag eru liðin 60 ár frá því fyrstu umferðarljósin tekin í notkun á Íslandi en þau voru staðsett á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis. Í beinu framhaldi komu svo ljós á þrenn önnur gatnamót í miðbæ Reykjavíkur, við Lækjartorg og á Laugavegi við Ingólfsstræti og Skólavörðustíg, að fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þar segir að á þessum 60 árum hafi átt sér stað miklar breytingar. „Fjöldi umferðarljósa og fjöldi bíla hefur margfaldast og einnig hafa átt sér stað gífurlegar tækniframfarir. Mikil þróun hefur átt sér stað í skynjurum, ljósabúnaði og stýringu ljósanna, en í dag er um helmingur umferðarljósa samstilltur um miðlæga stjórntölvu og með hjálp skynjara eru ljós aðlöguð umferðarþunga hverju sinni," segir í tilkynningunni.

Hægt er að lesa nánar um sögu umferðarljósa í Reykjavík og sjá fleiri myndir hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×