Innlent

TF-Líf sótti slasaðann ökumann

TF-LÍF
TF-LÍF MYND/PJETUR
TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar var beðin um að sækja slasaðan ökumann sem hafði velt bíl sínum á Holtavörðuheiði í dag. Sjúkrabíll bað um aðstoð þyrlunnar í gegnum neyðarlínuna klukkan 13:52 og var hún farin í loftið tuttugu mínútum síðar.

Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni var sjúkrabíllinn þá á leið í bæinn með hinn slasaða og lenti þyrlan á planinu norðanmegin við Hvalfjarðargöngin eftir um sjö mínútna flug. Var hinn slasaði þá fluttur yfir í þyrluna og flogið með hann á Borgarspítalann.

Ökumaðurinn er töluvert slasaður eftir bílveltuna, en hann mun hafa verið einn í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×