Innlent

Passið ykkur á hálkunni

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að á Suður- og Vesturlandi sé víða hálka eða hálkublettir, vegir í öðrum landshlutum séu víðast auðir en þó megi búast við hálku eða hálkublettum á heiðum. Það er því betra að hafa varann á þegar maður fer af stað í morgunsárið. Einn ökumaður í Reykjanesbæ fór heldur ógætilega og hafnaði á ljósastaur í morgun.

Þá segir Vegagerðin að vegna aurbleytu sé Arnarvatnsheiði lokuð að norðanverðu upp að Norðlingafljóti.Þá kemur einnig fram að unnið sé að breytingum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Borgartúns og búast megi við að einstaka akreinar verði lokaðar tímabundið. Áætluð verklok þar eru í byrjun desember.

Einnig er verið að breyta gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar/Laugavegar og verða einstaka akreinar á gatnamótunum lokaðar tímabundið eða þrengt að á afmörkuðum svæðum. Að auki þarf að loka stöku gönguleiðum tímabundið. Áætluð verklok eru 1. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×