Erlent

Afhjúpaði styttu af sjálfum sér

Bill Clinton fyrrverandi Bandatríkjaforseti kom til Pristina, höfuðborgar Kosovo, í opinbera heimsókn í dag og afhjúpaði styttu af sjálfum sér.

Clinton er í miklum hávegum hafður í Kosovo en loftárásir bandaríkjahers hröktu Serba úr landinu árið 1999 og lögðu grunnin að sjálfstæði þess sem 62 þjóðir, meðal annars íslendingar hafa viðurkennt.

Styttan af Clinton er tæpir fjórir metrar á hæð og stendur í miðborg Pristina..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×