Innlent

Umboðsmaður sendir stjórnvöldum pillu vegna ráðningar Einars Karls

Ingimar Karl Helgason skrifar
Einar Karl Haraldsson.
Einar Karl Haraldsson. Mynd/Haraldur Jónasson

Eðlilegt er að laus störf hjá hinu opinbera séu auglýst, enda verði ekki séð að nokkur einstaklingur hafi lögmætt tilkall til slíkra starfa. Þetta segir umboðsmaður Alþingis í nýju áliti sem fjallar um Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins.

Maður var ráðinn á Landspítalann í sumar til að fjalla um upplýsingarmál en starfið var ekki auglýst. Umboðsmaður Alþingis fór í málið og kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til frekari athugana, eftir að hafa fengið skýringar Landspítalans. Hann ákveður hins vegar að benda á nokkur atriði.

Málið snýst um að Einar Karl Haraldsson, Samfylkingarmaður var ráðinn til spítalans til að sjá um upplýsingamálin. Hann var svo nýlega ráðinn upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu, án auglýsingar, til sex mánaða. Forveri hans, Kristján Kristjánsson, hætti störfum þegar ráðningartíma hans lauk.

Umboðsmaður segir í skrifi sínu að sé ætlunin að ráða starfsmann í laust starf í þjónustu ríkisins, sé skylt að gera það að undangenginni auglýsingu; nema heimild sé til annars. Undantekningar eru meðal annars þær að ráðið sé til tveggja mánaða eða skemur, að ráðin sé afleysing í barnsburðarleyfi eða störf sem hafi verið auglýst innan hálfs árs á undan og í auglýsingunni komi fram að umsóknir gildi í hálft ár.

Umboðsmaður bendir á auglýsingaskylda taki til lausra starfa, enda verði ekki séð að nokkur manneskja eigi lögmætt tilkall til tiltekinna starfa fyrir hið opinbera.

Ekki er annað að sjá en að umboðsmaður sé með skrifinu að senda ríkisstjórninni pillu í þessum efnum og vegna hins nýráðna upplýsingafulltrúa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×