Innlent

Katrín skipar vinnuhóp vegna fornleifarannsókna á Alþingisreit

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, (fyrir miðju) að störfum í Alþingisreitnum í sumar. Mynd/Vilhelm
Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, (fyrir miðju) að störfum í Alþingisreitnum í sumar. Mynd/Vilhelm
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað vinnuhóp sem ætlað er að gera tillögur um stefnu að því er varðar fornleifarannsóknir á Alþingisreit og næsta nágrenni og um varðveislu og sýningu á þeim fornleifum sem þegar hafa fundist.

Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir á Alþingisreitnum við Tjarnargötu, Vonarstræti og Kirkjustræti í miðbæ Reykjavíkur í tæpt ár. Fundist hafa nokkrir merkilegir munir frá landnámsöld í uppgreftinum en í grennd við reitinn hafa fundist minjar um elstu byggð í Reykjavík og er Landnámsskálinn við Aðalstræti merkust þeirra.

Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn ljúki störfum fyrir 1. nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×