Fordæmi eru fyrir því að fólk taki systkini sín í fóstur Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. september 2009 19:52 Það er ekkert í íslenskri löggjöf sem útilokar það að Rebekka María Jóhannesdóttir geti séð um systkini sín eftir andlát móður þeirra. Þetta segir Hrefna Friðriksdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu. Við sögðum frá málum Rebekku Maríu Jóhannesdóttur á Vísi í gær og ítarlegt viðtal við hana birtist á Stöð 2 nú í kvöld. Móðir hennar féll frá henni og tveimur bræðrum hennar í lok síðasta mánaðar en faðir hennar lést fyrir tveimur árum. Rebekka vill hafa bræður sína áfram hjá sér enda hefur hún hugsað um þá í veikindum móður sinnar síðastliðið ár. Hrefna segir að barnaverndarnefnd taki sjálfkrafa yfir forræði yfir eldri bróður Rebekku, sem er sjö ára og albróðir hennar. Rebekka geti hins vegar sótt um að fá hann í fóstur og gert fóstursamning við barnaverndanefnd. Hrefna segir að fordæmi séu fyrir þessu. „Ég man eftir tilvikum þar sem að systkini voru að sækja um að taka systkini sín í fóstur," segir Hrefna í samtali við Vísi. Ferlið sé hins vegar öðruvísi í tilviki yngri bróðurins, sem er hálfbróðir Rebekku og á pabba á lífi. Í því tilfelli geri barnalögin ráð fyrir því að faðirinn fái forræðið. „Barnalög gera hins vegar líka ráð fyrir því að systirin geti óskaði eftir því að pabbinn afsalaði forsjánni til sín eða þá að hún getur höfðað mál á grundvelli barnalaga," segir Hrefna. Í slíku tilfelli myndi systirin krefjast þess að dómstóll dæmdi henni forsjá í stað þess að dæma pabbanum það. „Þá er það bara vegið og metið hjá hvorum þeirra hagsmunum barnsins er betur borgið," segir Hrefna. Hrefna segir því að það sé tvennt ólíkt sem Rebekka þurfi að gera í stöðunni. Annars vegar að krefjast forræðis yfir yngri bróðurnum og hins vegar að óska eftir því að gerast fósturforeldri eldri bróðurins. „Það er ekkert sem er útilokað fyrirfram í þessum efnum. Þarna eru möguleikar sem hún getur látið reyna á," segir Hrefna. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" hér að ofan til þess að sjá Rebekku í einlægu viðtali við Ísland í dag. Tengdar fréttir Berst fyrir forræði yfir bræðrum sínum Rebekka María Jóhannesdóttir, 22 ára gömul kona úr Hafnarfirði, berst nú fyrir forræði sjö ára og tæplega tveggja ára gamalla bræðra sinna eftir að móðir þeirra féll frá. 8. september 2009 16:07 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Það er ekkert í íslenskri löggjöf sem útilokar það að Rebekka María Jóhannesdóttir geti séð um systkini sín eftir andlát móður þeirra. Þetta segir Hrefna Friðriksdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu. Við sögðum frá málum Rebekku Maríu Jóhannesdóttur á Vísi í gær og ítarlegt viðtal við hana birtist á Stöð 2 nú í kvöld. Móðir hennar féll frá henni og tveimur bræðrum hennar í lok síðasta mánaðar en faðir hennar lést fyrir tveimur árum. Rebekka vill hafa bræður sína áfram hjá sér enda hefur hún hugsað um þá í veikindum móður sinnar síðastliðið ár. Hrefna segir að barnaverndarnefnd taki sjálfkrafa yfir forræði yfir eldri bróður Rebekku, sem er sjö ára og albróðir hennar. Rebekka geti hins vegar sótt um að fá hann í fóstur og gert fóstursamning við barnaverndanefnd. Hrefna segir að fordæmi séu fyrir þessu. „Ég man eftir tilvikum þar sem að systkini voru að sækja um að taka systkini sín í fóstur," segir Hrefna í samtali við Vísi. Ferlið sé hins vegar öðruvísi í tilviki yngri bróðurins, sem er hálfbróðir Rebekku og á pabba á lífi. Í því tilfelli geri barnalögin ráð fyrir því að faðirinn fái forræðið. „Barnalög gera hins vegar líka ráð fyrir því að systirin geti óskaði eftir því að pabbinn afsalaði forsjánni til sín eða þá að hún getur höfðað mál á grundvelli barnalaga," segir Hrefna. Í slíku tilfelli myndi systirin krefjast þess að dómstóll dæmdi henni forsjá í stað þess að dæma pabbanum það. „Þá er það bara vegið og metið hjá hvorum þeirra hagsmunum barnsins er betur borgið," segir Hrefna. Hrefna segir því að það sé tvennt ólíkt sem Rebekka þurfi að gera í stöðunni. Annars vegar að krefjast forræðis yfir yngri bróðurnum og hins vegar að óska eftir því að gerast fósturforeldri eldri bróðurins. „Það er ekkert sem er útilokað fyrirfram í þessum efnum. Þarna eru möguleikar sem hún getur látið reyna á," segir Hrefna. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" hér að ofan til þess að sjá Rebekku í einlægu viðtali við Ísland í dag.
Tengdar fréttir Berst fyrir forræði yfir bræðrum sínum Rebekka María Jóhannesdóttir, 22 ára gömul kona úr Hafnarfirði, berst nú fyrir forræði sjö ára og tæplega tveggja ára gamalla bræðra sinna eftir að móðir þeirra féll frá. 8. september 2009 16:07 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Berst fyrir forræði yfir bræðrum sínum Rebekka María Jóhannesdóttir, 22 ára gömul kona úr Hafnarfirði, berst nú fyrir forræði sjö ára og tæplega tveggja ára gamalla bræðra sinna eftir að móðir þeirra féll frá. 8. september 2009 16:07