Innlent

Vistheimili á dagskrá borgarráðs

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Svört skýrsla um tvö vistheimili á vegum ríkisins og Heyrnaleysingjaskólann sem kynnt var í gær er á dagskrá fundar borgarráðs á morgun. Þetta sagði Magnús Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra, í samtali við fréttastofu.

Fram kemur í skýrslunni að lögbundið eftirlit hins opinbera með starfsemi skólans og vistheimila þar sem börn dvöldu á vegum ríkis og sveitarfélaga brást.


Tengdar fréttir

Dagur vill ræða skýrslu vistheimilanefndar í borgarráði

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur óskað eftir því að vistheimilisskýrslan svonefnda verði sett á dagskrá borgarráðs. Svört skýrsla um tvö vistheimili á vegum ríkisins og Heyrnaleysingjaskólann var kynnt í gær en hún var unnin eftir að upp komst um illa meðferð á Breiðavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×