Innlent

Rebekka á von á barni í nóvember

Rebekka María Jóhannesdóttir er aðeins 22 ára gömul en hefur gengið í gegnum miklar raunir á stuttri ævi.

Faðir hennar lést í bílslysi fyrir tveimur árum og fyrir hálfum mánuði lést móðir hennar af völdum illkynja heilaæxlis. Rebekka á von á sínu fyrsta barni í nóvember en vonast jafnframt til þess að fá forræði yfir tveimur bræðrum sínum sem eru 7 ára og tæplega 2 ára. Móðir hennar lét lögfræðing þinglýsa skjali áður en hún lést þar sem hún lét í ljós þá ósk sína að Rebekka fengi forræðið og að þeir myndu alast upp saman.

Rebekka segist bjartsýn á að það verði að veruleika en ítarlega verður rætt við Rebekku í Íslandi í dag, kl. 18.55 í kvöld.






Tengdar fréttir

Berst fyrir forræði yfir bræðrum sínum

Rebekka María Jóhannesdóttir, 22 ára gömul kona úr Hafnarfirði, berst nú fyrir forræði sjö ára og tæplega tveggja ára gamalla bræðra sinna eftir að móðir þeirra féll frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×