Innlent

Gróðurhúsalampar ófundnir

Kannabisplöntur.
Kannabisplöntur. MYND/Páll Bergmann

Lögreglan á Selfossi leitar enn þjófa sem brutust inn í gróðrastöð í Biskupstungum í fyrrinótt og stálu þaðan 28 gróðurhúsalömpum sem notaðir eru til að örva vöxt plantnanna. Uppvíst varð um þjófnaðinn í gærmorgun, en þá voru þjófarnir á bak og burt. Lögregla telur víst að nota eigi lampana til kannabisræktunar, en lagt hefur verið hald á fjölda slíkra lampa, þegar kannabisræktun hefur verið upprætt á mörgum stöðum, það sem af er árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×