Innlent

Hundaníðingar gengu í skrokk á ungri konu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það var á útivistarsvæðinu við Geirsnef sem atburðirnir áttu sér stað. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Valgarður.
Það var á útivistarsvæðinu við Geirsnef sem atburðirnir áttu sér stað. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Valgarður.
Tvær konur og einn karlmaður gengu í skrokk á ungri konu á Geirsnefi, á útivistarsvæði fyrir hunda, á mánudaginn. Konan, Anna María Birgisdóttir, segir að konurnar, sem eru mæðgur, hafi sparkað í hana, hangið í hárinu á sér, kýlt sig og lamið. Maðurinn hafi svo bæst í hópinn.

„Hann í bókstaflegri merkingu barði mig í spað. Það skal tekið fram að ég sló aldrei til eldri konunnar, né hans. Ég reyndi bara að koma mér útúr aðstæðum, en þau hættu ekki að misþyrma mér. Þegar ég lá í götunni settist hann ofan á mig, hann sló mig í höfuðið og sagði mér að sleppa hinni konunni sem hékk einhvern veginn yfir mér og hékk í hárinu á mér. Ég vissi að um leið og ég myndi sleppa myndi hún nota sér það að hann sat ofan á mér, búinn að berja mig í klessu, sem hún og gerði um leið og ég sleppti henni. Hún auðvitað gaf mér einn vænan til eins og komið væri ekki nóg," segir Anna María á bloggsíðu sinni.

Forsaga málsins er sú að Anna María gerði athugasemdir við meðferð kvennanna á hundi sem þær höfðu með sér. Þær brugðust ókvæða við afskiptum konunnar. Þegar hún sagðist myndu kæra þær réðust þær á hana og karlmaðurinn bættist síðar í hópinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×