Innlent

Hækkun framfærslunnar hefur áhrif á 80 prósent stúdenta

Magnús Már Guðmundsson skrifar
„Við erum mjög ánægð með þessar breytingar. Við höfum reiknað út að þetta felur í sér breytingar fyrir 80% stúdenta eða þá sem eru með tekjur undir 1750 þúsund krónum á ári. Það eru mjög fáir með hærri árstekjur en það," segir Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 20%, úr 100 þúsund krónum á mánuði í 120 þúsund krónur.

Hildur segir að tekjuskerðingarhlutfall námslána aukist og tekið verði upp 750 þúsund króna frítekjumark sem verður fimmfalt fyrir þá einstaklinga sem eru að hefja nám og hafa verið á vinnumarkaði.

„Við erum ótrúlega ánægð, en stefnum á hærri grunnframfærslu á næstu árum," segir Hildur að lokum.




Tengdar fréttir

Framfærsla námslána hækkar

Menntamála- og félagsmálaráðuneytin hafa unnið að tillögum um samstarf Atvinnuleysistryggingasjóðs og Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Framfærsla námsmanna hækkar um 20 prósent

Grunnframfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna hækkar um 20% og hækkar hún í 120 þúsund krónur á mánuði. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita lánasjóðnum einn milljarð króna á fjárlögum ársins 2010 til þess að hækka framfærslugrunn sjóðsins. Ýmsar breytingar verða jafnframt gerðar á samspili námslána og atvinnuleysisbóta og er markmiðið að hvetja fólk til náms sem annars væri á atvinnuleysisbótum. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, og Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, kynntu breytingarnar á blaðamannafund í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×