Innlent

Fleiri vilja styttu en mótmæltu Icesave

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Rúmlega 20 þúsund manns vilja reisa Helga minnisvarða og hefur stytta verið nefnd í því samhengi.
Rúmlega 20 þúsund manns vilja reisa Helga minnisvarða og hefur stytta verið nefnd í því samhengi. Mynd af Helga/GVA
Fleiri vilja reisa minnisverða um Helga Hóseasson en skoruðu á forseta Íslands á samskiptavefnum Facebook að skrifa ekki undir eitt umdeildasta mál síðari ára, ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans.

Helgi lést síðastliðinn sunnudag og sama dag var stofnaður hópur á samskiptavefnum sem vill reisa Helga minnisvarða á horni Langholtsvegar og Holtavegar, þar sem Helgi stóð gjarnan með skilti sín og mótmælti. Meðlimum í hópnum hefur fjölgað ört undanfarna daga, en þeir voru rúmlega 19.500 um tíuleytið í morgun.

Daglega eru stofnaðir hópar á Facebook þar sem ýmist er lýst yfir stuðningi eða ákveðnu málefni mótmælt. Nýlega skoruðu til að mynda 17.238 manns á samskiptavefnum á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að staðfesta ekki fyrirvara við ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti í lok ágúst vegna Icesave samninganna við bresk og hollensk stjórnvöld.

Það eru talsvert færri en vilja reisa Helga minnisverða. Facebook síðu hópsins er hægt að sjá hér.


Tengdar fréttir

Fjölgar ört í hópi þeirra sem vilja minnisvarða um Helga

Síðustu daga hafa margir minnst Helga Hóseassonar sem oft hefur verið nefndur mótmælandi Íslands, en hann lést síðastliðinn sunnudag. Á tæpum sólarhring hefur fjölgað um 10 þúsund manns í hópi á samskiptasíðunni Facebook sem vilja reisa Helga minnisvarða á horni Langholtsvegar og Holtavegar þar sem hann stóð gjarnan með skilti sín.

Helgi Hóseasson látinn

Helgi Hóseasson lést á elliheimilinu Grund í morgun, 89 ára að aldri. Helgi sem hefur verið nefndur mótmælandi Íslands fæddist í Höskuldstaðarseli í Breiðdal þann 21.nóvember árið 1919. Hann var næst elstur fjögurra systkina.

Margir minnast Helga Hós

„Mér þætti það ferlegt ef allar stundirnar sem karlinn stóð hérna á horninu myndu bara gleymast,“ segir Alexander Einarsson, stofnandi Facebook-síðu um það baráttumál að minnisvarða verði komið upp um Helga Hóseasson á horni Langholtsvegar og Holtavegar. Þar stóð Helgi með sín heimatilbúnu skilti og ávann sér sæmdarheitið „Mótmælandi Íslands“. Helgi lést á elliheimilinu Grund á sunnudaginn, 89 ára að aldri.

Tvö þúsund manns vilja reisa minnisvarða um mótmælanda Íslands

Rúmlega 2000 manns vilja reisa minnisvarða um Helga Hóseasson sem lést á elliheimilinu Grund í gærmorgun, 89 ára að aldri. Helgi hefur oft verið nefndur mótmælandi Íslands. Einna þekktastur var Helgi fyrir kröftug mótmæli sín gegn ríki og kirkju en hann vildi ógilda skírnarsáttmála sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×