Innlent

Spurningalisti ESB gerður opinber

Spurningalisti framkvæmdarstjórnar ESB, sem Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, afhenti Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í gær, hefur verið gerður opinber á heimasíðu ráðuneytisins.

Spurningalistinn er upp á tæpar fjögurhundruð blaðsíður og af margvísislegum toga er varðar innviði stjórnsýslunnar á Íslandi.

Spurningar framkvæmdastjórnar ESB eru þannig hluti af samræmdu umsóknarferli sem er eins fyrir öll umsóknarríki og beinast þær að efnisþáttum fyrirhugaðra aðildarviðræðna.

Á grundvelli svara íslenskra stjórnvalda mun framkvæmdastjórnin gefa leiðtogaráði ESB álit sitt á hæfni Íslands til að gerast aðili að Evrópusambandinu.

Lesa má spurningarnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×