Innlent

Björguðu Ísraela í sjálfheldu

Björgunarsveitarmenn að störfum. Athugið aðmyndin tengist ekki fréttinni beint.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Athugið aðmyndin tengist ekki fréttinni beint.

Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út um klukkan fjögur í dag vegna manns sem var í sjálfheldu í Þverfelli í Engidal í Skutulsfirði. Maðurinn, sem er frá Ísrael, var á göngu í fjallinu en fór töluvert út fyrir gönguleið og sat svo fastur í klettabelti í um 800 metra hæð.

Hann var með farsíma með sér og gat hringt í Neyðarlínu eftir aðstoð.

Fjallamenn frá björgunarsveitinni þurftu að ganga töluverðan spotta upp fjallið með sigbúnað með sér en eru nú komnir að manninum og vinna að því að koma honum niður og til byggða.

Björgunarsveitarmenn segja það lán í óláni að maðurinn var með göngukort frá upplýsingamiðstöð ferðamanna og gat því sagt nákvæmlega til um staðsetningu sína en hann var dökkklæddur og því hefði verið erfitt að finna hann ef til leitar hefði komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×