Innlent

Landspítalaforstjóri tekur sér leyfi til að vinna í heilbrigðisráðuneytinu

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Hulda Gunnlaugsdóttir.
Hulda Gunnlaugsdóttir. Mynd/Stefán Karlsson
Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri Landspítala tekur að sér tímabundna verkefnisstjórn við að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun um samstarf og markvissari verkaskiptingu á milli heilbrigðisstofnana. Áður hafði verið tilkynnt að Hulda, sem tók til starfa sem forstjóri í fyrrahaust, myndi taka sér ársleyfi frá störfum.

Fram kemur kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins að Hulda hafi fyrir orð Ögmundar Jónassonar, heilbrigðisráðherra, tekið að sér þetta verkefni. Markmiðið er að setja fram tímasetta verkáætlun sem byggist á starfi sem fram hefur farið undanfarna mánuði um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu.

„Okkur hefur miðað vel í þessari vinnu en verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er risavaxið og við verðum að nýta allt okkar besta fólk, á öllum sviðum, til að komast í gegnum samdráttinn, án þess að öryggi sjúklinga sé stefnt í voða. Til að það megi takast verðum við öll að vinna saman," segir Ögmundur vef ráðuneytisins.

Björn Zoëga framkvæmdastjóri Landspítala hefur verið skipaður forstjóri Landspítala í eitt ár frá 1. október en hefur nú verið settur til að gegna starfinu þangað til frá og með 10. september 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×