Innlent

Aukafundur í bæjarstjórn Álftaness

MYND/Anton

Aukafundur verður haldinn í bæjarstjórn Álftaness í kvöld, vegna þrálátra deilna í bæjarstjórninni. Að sögn mbl.is er meirihluti fyrir því meðal bæjarstjórnarfulltrúa, að Sigurður Magnússon bæjarstjóri láti þegar af embætti, en hann er bæjarfulltrúi A- listans. Þá segir blaðið að Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, bæjarfulltrúi A-listans og forseti bæjarstjórnar, muni biðjast lausnar frá embætti forseta. Það voru tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi fulltrúi A-listans, sem fóru fram á aukafundinn i kvöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×