Innlent

Meintur hundafantur kærir bjargvætt

Geirsnef. Myndin tengis á engan hátt efni greinarinnar.
Geirsnef. Myndin tengis á engan hátt efni greinarinnar.

Hundabjargvætturinn Anna María Birgisdóttir, sem bloggar um reynslu sína í dag og segir að þrennt hafi gengið í skrokk á henni á Geirsnefi, hefur verið kærð af meinta hundafantinum. Þetta staðfestir aðstoðaryfirlögregluþjónninn Árni Vigfússon.

Anna María bloggaði um reynslu sína en bloggið hefur vakið gríðarlega athygli í netheimum. Þar lýsir hún grófu ofbeldi eiganda hunds gagnvart honum. Hún á þá að hafa komið til þeirra og skipt sér af ofbeldinu. Að launum hafi konurnar tvær og einn karlmaður gengið í skrokk á henni. Lögreglan kom á vettvang og færði Önnu á slysadeild en hún var ekki alvarlega slösuð.

Nú hefur eigandi hundsins kært Önnu fyrir árás. Hún vill meina að sjálf hafi hún verið að aga níu mánaða hvolp þegar Anna María kom aðvífandi. Þær hafi rifist og það endað með handalögmálum.

Anna er ekki búin að kæra málið en Árni býst frekar við því en ekki. Hann segir mörg vitni hafa verið að árásinni og því ætti að vera hægur vandi að fá hlutlausa mynd af sannri atburðarás þessa sérstæða máls.


Tengdar fréttir

Hundaníðingar gengu í skrokk á ungri konu

Tvær konur og einn karlmaður gengu í skrokk á ungri konu á Geirsnefi, á útivistarsvæði fyrir hunda, á mánudaginn. Stúlkan segir að konurnar, sem eru mæðgur, hafi sparkað í hana, hangið í hárinu á sér, kýlt sig og lamið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×