Halldór hættir sem bæjarstjóri á Ísafirði Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. september 2009 09:07 Spurning hvort Halldór stefni á þing. Mynd/ Anton Brink. Á fundi í bæjarmálafélagi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi tilkynnti Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ um þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér sem oddviti og bæjarstjóraefni í næstu sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. „Þessa ákvörðun hef ég fyrir löngu tekið, tók hana í upphafi yfirstandandi kjörtímabils, en þótti rétt að tilkynna mínum flokksfélögum hana í tíma svo hægt verði að stilla upp öflugum lista til áframhaldandi þjónustu fyrir íbúa bæjarins," segir Halldór í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Margt áunnist á tólf árum Hann segir margt hafa gerst á þeim bráðum tólf árum sem hann hafi starfað sem bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. „Þegar ég tók við störfum vorið 1998 var ég sjötti bæjarstjórinn á sjö ára tímabili. All nokkur órói hafði verið í bæjarmálunum árin á undan," segir Halldór. Halldór segir mikið hafa verið framkvæmt á þessum árum og þjónusta sveitarfélagsins sé góð og víðtæk. Staða bæjarins sé góð, sérstaklega ef miðað sé við núverandi aðstæður og samanburð við önnur sveitarfélög. Auðveldlega sé hægt að rökstyðja þessa fullyrðingu með samanburði ársreikninga sveitarfélaga. „Þessi ákvörðun er byggð á því sjónarmiði mínu að ekki sé hollt að vera alltof lengi í einu starfi. Hvorki fyrir einstaklinginn sjálfan né þá sem starfinu er ætlað að þjóna. Að mínu mati gildir þetta sérstaklega um kjörna fulltrúa," segir Halldór. Ekki hættur í pólitík Halldór segir að með þessari ákvörðun sé hann ekki að gefa út yfirlýsingu um að nú sé hann hættur í stjórnmálum. „Á hvaða vettvangi ég mun starfa að loknu þessu kjörtímabili verður tíminn að leiða í ljós en tækifærin eru mörg og áhuginn mikill," segir Halldór. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Á fundi í bæjarmálafélagi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi tilkynnti Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ um þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér sem oddviti og bæjarstjóraefni í næstu sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. „Þessa ákvörðun hef ég fyrir löngu tekið, tók hana í upphafi yfirstandandi kjörtímabils, en þótti rétt að tilkynna mínum flokksfélögum hana í tíma svo hægt verði að stilla upp öflugum lista til áframhaldandi þjónustu fyrir íbúa bæjarins," segir Halldór í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Margt áunnist á tólf árum Hann segir margt hafa gerst á þeim bráðum tólf árum sem hann hafi starfað sem bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. „Þegar ég tók við störfum vorið 1998 var ég sjötti bæjarstjórinn á sjö ára tímabili. All nokkur órói hafði verið í bæjarmálunum árin á undan," segir Halldór. Halldór segir mikið hafa verið framkvæmt á þessum árum og þjónusta sveitarfélagsins sé góð og víðtæk. Staða bæjarins sé góð, sérstaklega ef miðað sé við núverandi aðstæður og samanburð við önnur sveitarfélög. Auðveldlega sé hægt að rökstyðja þessa fullyrðingu með samanburði ársreikninga sveitarfélaga. „Þessi ákvörðun er byggð á því sjónarmiði mínu að ekki sé hollt að vera alltof lengi í einu starfi. Hvorki fyrir einstaklinginn sjálfan né þá sem starfinu er ætlað að þjóna. Að mínu mati gildir þetta sérstaklega um kjörna fulltrúa," segir Halldór. Ekki hættur í pólitík Halldór segir að með þessari ákvörðun sé hann ekki að gefa út yfirlýsingu um að nú sé hann hættur í stjórnmálum. „Á hvaða vettvangi ég mun starfa að loknu þessu kjörtímabili verður tíminn að leiða í ljós en tækifærin eru mörg og áhuginn mikill," segir Halldór.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira