Innlent

Ekki borgarinnar að reisa styttu fyrir Helga Hóseasson

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Óskar Bergsson, sem hér er staddur með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra, segir að borgin myndi hlusta á óskir um leyfi til að reisa styttur af Helga Hóseassyni. Mynd/ Anton.
Óskar Bergsson, sem hér er staddur með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra, segir að borgin myndi hlusta á óskir um leyfi til að reisa styttur af Helga Hóseassyni. Mynd/ Anton.
„Ef það er svona mikill áhugi fyrir málinu og 20 þúsund manns búnir að skrá sig fyrir því að þá þarf í raun og veru hver og einn ekki að borga nema þúsund kall í framlag og þá eru komnar 20 milljónir fyrir styttunni," segir Óskar Bergsson, formaður borgarráðs.

Sú hugmynd hefur verið rædd að undanförnu að reisa ætti styttu af Helga Hóseassyni á gatnamótum Langholtsvegar og Holtavegar. Um 20 þúsund manns hafa skráð sig á Facebook svæði þar sem að farið er framá að slík stytta verði reist.

„Kannski eru bara að verða til hollvinasamtök um Helga Hóseasson sem eru fullklár um að klára sig á málinu," segir Óskar. Hann segir að borgaryfirvöld myndu skoða málið ef ósk kæmi um leyfi til þess að reisa styttuna á gatnamótunum. „Ef það er vilji frjálsra félagasamtaka til þess að ráðast í slíkt verkefni að þá náttúrlega hlustum við á fólkið," segir Óskar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×