Fleiri fréttir Séra Gunnar sýknaður Séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þetta kom fram í seinnifréttum Sjónvarpsins nú í kvöld. 2.12.2008 22:02 Ríkisstjórnarflokkarnir halda velli í MR Ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag myndu tæp 70% nemenda við Menntaskólann í Reykjavík kjósa ríkisstjórnarflokkanna. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem gerð var á meðal nemenda skólans og birtist í nýjasta tölublaði Menntaskólatíðinda. Niðurstaðan kemur ritstjóranum á óvart. 2.12.2008 21:13 Samfylkingin á Akranesi vill endurskoðun á stjórn Seðlabankans Samfylkingarfélagið á Akranesi telur að í kjölfarið á bankahruni og gjaldeyriskreppu hafi traust almennings á því stjórn- og eftirlitskerfi sem átti að tryggja öryggi fjármálakerfisins gersamlega brostið. 2.12.2008 21:23 Barnabætur hafa verið greiddar All nokkrir hafa sett sig í samband við Vísi í dag til þess að forvitnast um greiðslu á barnabótum, þar sem bæturnar voru ekki greiddar út þann 1.desember. Það er Fjármálaráðuneytið sem hefur barnabæturnar á sinni könnu og því hafði Vísir samband við Böðvar Jónsson aðstoðarmann fjármálaráðherra. 2.12.2008 20:38 Leit að rjúpnaskyttunni hætt fram að helgi Lögreglan á Selfossi, í samráði við björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hefur tekið ákvörðun um að fresta leit að rjúpnaskyttu sem saknað hefur verið í Árnessýslu, fram á laugardag. 2.12.2008 19:28 Clinton segir íslendinga framarlega í nýtingu jarðvarma Filippseyingar eru í fararbroddi þegar kemur að því að nýta jarðvarma til rafmagnsframleiðslu en Íslendingar rétt þar á eftir. Þetta sagði Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, við upphaf umhverfisráðstefnu samtaka hans sem hófst í Hong Kong í dag. 2.12.2008 19:00 Margir vilja Morgunblaðið Um tólf félög og einstaklingar hafa óskað eftir upplýsingum um stöðu Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, með það fyrir augum að kaupa hlut í félaginu. Gert er ráð fyrir að listi yfir áhugasama kaupendur verði birtur opinberlega. 2.12.2008 18:30 Til skammar að RÚV sé í fararbroddi með fjöldauppsagnir Starfsmannafundur var haldinn hjá Ríkisútvarpinu í dag þar sem m.a. var samþykkt ályktun. Björn Malmquist formaður starfsmannafélagsins segir að hátt í tvö hundruð manns hafi mætt á fundinn og mikill hugur hafi verið í fólki. Í ályktuninni segir að aðgerðir undafarinna daga séu alvarleg aðför að Ríkisútvarpinu en réttara væri að almannavaldið stæði vörð um stofnunin á erfiðum tímum. 2.12.2008 17:22 Ökumenn taka ekki mark á umferðarmerkjum Fyrir helgina hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af sautján ökumönnum sem virtu að vettugi umferðarmerki á gatnamótum Háaleitisbrautar og Bústaðavegar en hinir sömu eiga sekt yfir höfði sér. 2.12.2008 19:00 Fjórir af hverjum tíu síldarfiskum sýktir Frumrannsókn Hafrannsóknarstofnunar á síldinni af Íslandsmiðum staðfestir það sem óttast var, að uppundir fjörutíu prósent af síldinni sé sýkt af banvænu sníkjudýri. 2.12.2008 18:30 Landsnet undirbýr tugmilljarða verkefni Landsnet undirbýr endurnýjun og styrkingu raforkuflutningskerfisins á Suðvesturlandi. Framkvæmdakostnaður er áætlaður um 22 milljarðar króna á verðlagi í ágúst 2008 og mannaflaþörf um 380 ársverk. Drög að matsáætlun vegna framkvæmdanna hafa nú verið lögð fram til kynningar og er athugasemdafrestur til 16. desember næstkomandi. 2.12.2008 16:56 Borgin biðst afsökunar ,,Við erum búin að vinda ofan af þessu og þetta verður bara í dag og búið," sagði Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Þetta hafi verið mistök. 2.12.2008 16:55 Benjamín Þór ákærður aftur Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari, verður að öllum líkindum ákærður á nýjan leik fyrir líkamsárás, að sögn Jóns H. B. Snorrasonar saksóknara og aðstoðarlögreglustjóra lögreglu höfuðborgarsvæðisins. ,,Ég á ekki von á öðru en gefin verði út ný ákæra. 2.12.2008 16:44 Rjúpnaskyttan enn ófundin Enn hefur ekkert spurst til rjúpnaskyttunnar sem saknað hefur verið frá því á laugardag. 2.12.2008 16:36 Björn í Brimi brjálaður út í borgina Í morgun hófust framkvæmdir á gatnamótum Laugavegar og Vitastígs þar sem verið er að skipta um hellur í götunni. Af þeim lokum stendur til að halda framkvæmdunum áfram neðar á Laugaveginum, að sögn Björn Ólafssonar eiganda verslunarinnar Brims. 2.12.2008 15:53 Fyrirtækin þurfa eitthvað sem er meira fast í hendi Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að allir þeir þættir sem nefndir eru í tólf liða aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. 2.12.2008 15:48 Brýnt að mæta vaxandi þörf fyrir leiguhúsnæði Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir brýnt að mæta vaxandi þörf fyrir leiguhúsnæði í borginni. Þetta kom fram í máli Jórunnar á borgarstjórnarfundi sem nú stendur yfir. 2.12.2008 15:31 Bandaríkjamenn vöruðu Indverja við yfirvofandi árás Bandarísk stjórnvöld vöruðu þau indversku við yfirvofandi árás á Múmbaí áður en hún var gerð. Þetta hefur AP fréttastofan eftir fulltrúum í stjórn Bush, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Aðrar heimildir benda til þess að ódæðismennirnir hafi litið svo á að þeir væru að taka þátt í sjálfsvígsárás. 2.12.2008 14:54 Lögreglumenn vilja ekki að mótmælendur fái útrás á sér Það leggst mjög illa í lögreglumenn að fólkið í landinu skuli fá útrás fyrir reiði sína á þeim, segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir að mótælin leggist illa í lögreglumenn. Hann bendir á að ástandið bitni ekkert síður á 2.12.2008 14:16 Viðskiptaráð varar við skattahækkunum Viðskiptaráð fagnar aðhaldssamri stefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum enda sé um að ræða grundvallaratriði í endurreisn hagkerfisins. Miðað við væntanlega hagþróun næstu ára liggi fyrir að stjórnvöld eigi tvo kosti til að brúa þann fjárlagahalla sem þau standa frammi fyrir. Annað hvort að skera niður útgjöld eða auka skattheimtu umtalsvert. Viðskiptaráð telur mikilvægt að stjórnvöld velji fyrri leiðina. 2.12.2008 14:03 Íslendingur í Feneyjum slapp vel úr flóði Menn gengu um í vöðlum í Fenenyjum í gær vegna mikilla flóða. Þorvaldur Baldurs, sem hefur búið þar um skeið, segir að þó það flæði oft komist ástandið sjaldan í líkingu við það sem það var í gær. Þá hafi flóðið náð 156 sentimetra hæð. 2.12.2008 13:54 Þrír flokkar hafa ekki skilað ársreikningum fyrir árið 2007 Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn eiga allir eftir að skila ársreikningum sínum fyrir árið 2007 til Ríkisendurskoðunar. 2.12.2008 13:47 Rannsóknarnefnd á gráu svæði Lárentínus Kristjánsson, formaður Lögmannafélags Íslands segir skipan hæstaréttardómara í rannsóknarnefnd um bankahrunið á gráu svæði - og af slíku svæði eigi menn að forða sér. Dómsmálaráðherra deilir ekki áhyggjum manna af sjálfstæði Hæstaréttar. 2.12.2008 13:03 Vonbrigði að fylgið við ríkisstjórnina skuli ekki vera meira Geir Haarde forsætisráðherra segir að slæm útreið ríkisstjórnarinnar í skoðanakönnun Gallup stafi af því að það sé mikill mótvindur um þessar mundir Það sé vegna þess hvernig ástandið sé 2.12.2008 12:36 Benjamín Þór: Mjög sáttur með frávísun ,,Ég er mjög sáttur með þessa niðurstöðu og ég vona að réttlætið sigri að lokum," segir Benjamín Þór Þorgrímsson líkamsræktarþjálfari um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá tveimur ákærum á hendur honum. 2.12.2008 12:03 Aðgerðaáætlun til bjargar fyrirtækjum kynnt Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kynntu í dag á blaðamannafundi aðgerðaáætlun sem miðar að því að aðstoða fyrirtæki landsins í þeim þrengingum sem nú eru uppi. Aðgerðaráætlunin er í tólf liðum og þar er meðal annars opnað á langtímaeign lífeyrissjóða á fasteignum sem þeir hafa lánað fyrir. Auk þess lýsir ríkisstjórnin yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum. Þá er lagt til að bankarnir skipi sérstakan umboðsmann viðskiptavina og auk þess verður liðkað fyrir stofnun endurreisnarsjóðs, öflugs fjárfestingasjóðs atvinnu-lífsins með þátttöku lífeyrissjóða, banka og annarra fjárfesta, þar á meðal erlendra. 2.12.2008 11:50 Ákærum gegn Benjamín Þór vísað frá dómi Tveimur ákærum á hendur Benjamín Þór Þorgrímssyni líkamsræktarþjálfara var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Benjamín Þór var ákærður fyrir líkamsárás á Ragnar Ólaf Magnússon. Árásin var sýnd í Kompásþætti um handrukkanir á Íslandi í haust. 2.12.2008 11:32 Kjararáð getur ekki lækkað launin Kjararáð hefur hafnað beiðni ríkisstjórnarinnar um það að laun æðstu embættismanna verði lækkuð um 5 til 15 prósent. Í svari ráðsins kemur fram að við óbreyttar aðstæður sé ekki hægt að verða við beiðninni heldur þurfi lagabreyting að koma til. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra héldu rétt í þessu. Geir sagði við sama tilefni að ríkisstjórnin sé búin að ákveða þessar aðgerðir og að því verði ekki breytt þrátt fyrir úrskurð kjararáðs. „Við munum finna aðrar leiðir,“ sagði Geir. 2.12.2008 11:28 14 ára piltar brutust inn og stálu bílum Brotist var inn á bifreiðaverkstæðið Ásinn á Akranesi á laugardagskvöldið og þaðan var lyklum stolið af bifreiðum sem stóðu fyrir utan verkstæðið. Þar var á ferðinni 14 ára gamall piltur. Sá valdi sér bíl og ók á brott og bauð jafnöldrum sínum í bíltúr. Ökuferðinni lauk með því að þeir óku á og stórskemmdu bifreiðina. 2.12.2008 10:57 Auglýsingamál RÚV fái ekki flýtimeðferð Stjórn Sambands íslenskra auglýsingastofa írekar þá skoðun að ákvarðanir um aðkomu Ríkisútvarpsins að auglýsingamarkaði séu teknar með langtímasjónarmið í huga og ekki teknar í flýti. 2.12.2008 10:38 Flugvöllurinn lokaður enn um sinn Alþjóðaflugvöllurinn í Bangkok veður að öllum líkindum lokaður næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að mótmælendur sem lokað hafa flugvellinum síðustu daga hafi tilkynnt um brottför sína. Forstjóri flugvalla í landinu segir í samtali við Reuters að mótmælendurnir hafi bakað Tælandi óbætanlegt tjón og að langan tíma taki að koma öllu í samt lag á flugvellinum. Lokanirnar ná til farþegaflugs en flutningavél tók á loft á vellinum í morgun, sú fyrsta í heila viku. 2.12.2008 10:37 Landssamband lögreglumanna fagnaði 40 ára afmæli Landssamband lögreglumanna varð 40 ára í gær, en það var stofnað þann 1. desember árið 1968. 2.12.2008 10:22 Fyrrum forsetaritari: Staðreyndir þvælast ekki fyrir Ólafi Ragnari Róbert Trausti Árnason, fyrrum forsetaritari, segir að staðreyndir þvælist ekki fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Í Morgunblaðsgrein í dag segir Róbert Trausti að forsetinn sé í látlausu kapphlaupi við sjálfan sig. 2.12.2008 10:21 Steingrímur J. biður blinda og heyrnarlausa afsökunar Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, hefur óskað eftir að fá birta afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla á Vísi í gær. Þar var hann spurður út í þjóðarpúls Gallups og þær góðu undirtektir sem Vinstri grænir hafa fengið að undanförnu. Í lok viðtalsins sagði hann stjórnvöld verða að hlusta á kröfuna um kosningar. Þeir sem ekki gerðu það væru bæði blindir og heyrnarlausir. Steingrímur hefur nú sent afsökunarbeiðni þar sem orðanotkunin væri óviðeigandi. 2.12.2008 09:56 Íslendingar vörðu 106 milljörðum í fræðslumál á síðasta ári Heildarútgjöld til fræðslumála námu 106,4 milljörðum króna eða 8,2% af landsframleiðslu árið 2007, eftir því sem fram kemur í nýrri útgáfu af Hagtíðindum Hagstofunnar. 2.12.2008 09:07 Hollenskir sveppagreifar í sárum Hollendingar bönnuðu sölu á ofskynjunarsveppum frá og með gærdeginum en framkvæmd þess banns mun þó tefjast um stund. 2.12.2008 08:41 Wongsawat dæmdur frá völdum Tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir í ríkisstjórn Taílands hafa verið dæmdir frá völdum af stjórnlagadómstól landsins vegna kosningasvika. 2.12.2008 08:34 Fimmmenningar sýknaðir af vígi fíkniefnasala Fimm manns, sem grunaðir voru um að vera valdir að dauða fíkniefnasala í Kristjaníu í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum, voru sýknaðir af héraðsdómi í Kaupmannahöfn í gær. 2.12.2008 08:30 Jacqui Smith er verndari gleðistunda Bresk öldurhús sleppa naumlega við að svonefndar gleðistundir verði afnumdar með lögum þar í landi. 2.12.2008 08:26 Jyllandsposten fjallar um mótmæli Íslendinga Dagurinn sem hófst með því að minnast 90 ára afmælis fullveldis á Íslandi endaði með háværum mótmælum gegn ríkisstjórn og Seðlabanka Íslands. 2.12.2008 08:20 Vill tálbeitur til að góma barnaníðinga Danskir lögreglumenn eiga að fá að beita sér sem tálbeitur á Netinu í þeim tilgangi að lokka barnaníðinga í hendur réttvísinnar. Þetta segir danski dómsmálaráðherrann Brian Mikkelsen. 2.12.2008 08:18 Sjóræningjar skutu á skemmtiferðaskip Sjóræningjar skutu á breska skemmtiferðaskipið Ocean Nautica á Aden-flóa á sunnudaginn. Um borð í skipinu voru 690 farþegar auk 396 manna áhafnar. 2.12.2008 08:13 Ökumenn í Hvalfjarðargöngum löghlýðnir Ökumenn sem aka um Hvalfjarðargöng eru óvenjulöghlýðnir samkvæmt hraðamælingum lögreglu. 2.12.2008 07:20 Grindhvalakjöt varasamt segir landlæknir Færeyja Færeyingar eru slegnir yfir þeim tilmælum landlæknis eyjanna að hætta helst alveg að bragða á grindhvalakjöti, sem hefur verið mikilvæg uppistaða í fæðu eyjaskeggja í aldanna rás. 2.12.2008 07:14 Ók á staur í hálku Þrír slösuðust, en enginn þó alvarlega, þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum í flughálku á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust upp úr miðnætti og hafnaði á ljósastaur. 2.12.2008 07:13 Sjá næstu 50 fréttir
Séra Gunnar sýknaður Séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þetta kom fram í seinnifréttum Sjónvarpsins nú í kvöld. 2.12.2008 22:02
Ríkisstjórnarflokkarnir halda velli í MR Ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag myndu tæp 70% nemenda við Menntaskólann í Reykjavík kjósa ríkisstjórnarflokkanna. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem gerð var á meðal nemenda skólans og birtist í nýjasta tölublaði Menntaskólatíðinda. Niðurstaðan kemur ritstjóranum á óvart. 2.12.2008 21:13
Samfylkingin á Akranesi vill endurskoðun á stjórn Seðlabankans Samfylkingarfélagið á Akranesi telur að í kjölfarið á bankahruni og gjaldeyriskreppu hafi traust almennings á því stjórn- og eftirlitskerfi sem átti að tryggja öryggi fjármálakerfisins gersamlega brostið. 2.12.2008 21:23
Barnabætur hafa verið greiddar All nokkrir hafa sett sig í samband við Vísi í dag til þess að forvitnast um greiðslu á barnabótum, þar sem bæturnar voru ekki greiddar út þann 1.desember. Það er Fjármálaráðuneytið sem hefur barnabæturnar á sinni könnu og því hafði Vísir samband við Böðvar Jónsson aðstoðarmann fjármálaráðherra. 2.12.2008 20:38
Leit að rjúpnaskyttunni hætt fram að helgi Lögreglan á Selfossi, í samráði við björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hefur tekið ákvörðun um að fresta leit að rjúpnaskyttu sem saknað hefur verið í Árnessýslu, fram á laugardag. 2.12.2008 19:28
Clinton segir íslendinga framarlega í nýtingu jarðvarma Filippseyingar eru í fararbroddi þegar kemur að því að nýta jarðvarma til rafmagnsframleiðslu en Íslendingar rétt þar á eftir. Þetta sagði Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, við upphaf umhverfisráðstefnu samtaka hans sem hófst í Hong Kong í dag. 2.12.2008 19:00
Margir vilja Morgunblaðið Um tólf félög og einstaklingar hafa óskað eftir upplýsingum um stöðu Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, með það fyrir augum að kaupa hlut í félaginu. Gert er ráð fyrir að listi yfir áhugasama kaupendur verði birtur opinberlega. 2.12.2008 18:30
Til skammar að RÚV sé í fararbroddi með fjöldauppsagnir Starfsmannafundur var haldinn hjá Ríkisútvarpinu í dag þar sem m.a. var samþykkt ályktun. Björn Malmquist formaður starfsmannafélagsins segir að hátt í tvö hundruð manns hafi mætt á fundinn og mikill hugur hafi verið í fólki. Í ályktuninni segir að aðgerðir undafarinna daga séu alvarleg aðför að Ríkisútvarpinu en réttara væri að almannavaldið stæði vörð um stofnunin á erfiðum tímum. 2.12.2008 17:22
Ökumenn taka ekki mark á umferðarmerkjum Fyrir helgina hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af sautján ökumönnum sem virtu að vettugi umferðarmerki á gatnamótum Háaleitisbrautar og Bústaðavegar en hinir sömu eiga sekt yfir höfði sér. 2.12.2008 19:00
Fjórir af hverjum tíu síldarfiskum sýktir Frumrannsókn Hafrannsóknarstofnunar á síldinni af Íslandsmiðum staðfestir það sem óttast var, að uppundir fjörutíu prósent af síldinni sé sýkt af banvænu sníkjudýri. 2.12.2008 18:30
Landsnet undirbýr tugmilljarða verkefni Landsnet undirbýr endurnýjun og styrkingu raforkuflutningskerfisins á Suðvesturlandi. Framkvæmdakostnaður er áætlaður um 22 milljarðar króna á verðlagi í ágúst 2008 og mannaflaþörf um 380 ársverk. Drög að matsáætlun vegna framkvæmdanna hafa nú verið lögð fram til kynningar og er athugasemdafrestur til 16. desember næstkomandi. 2.12.2008 16:56
Borgin biðst afsökunar ,,Við erum búin að vinda ofan af þessu og þetta verður bara í dag og búið," sagði Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Þetta hafi verið mistök. 2.12.2008 16:55
Benjamín Þór ákærður aftur Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari, verður að öllum líkindum ákærður á nýjan leik fyrir líkamsárás, að sögn Jóns H. B. Snorrasonar saksóknara og aðstoðarlögreglustjóra lögreglu höfuðborgarsvæðisins. ,,Ég á ekki von á öðru en gefin verði út ný ákæra. 2.12.2008 16:44
Rjúpnaskyttan enn ófundin Enn hefur ekkert spurst til rjúpnaskyttunnar sem saknað hefur verið frá því á laugardag. 2.12.2008 16:36
Björn í Brimi brjálaður út í borgina Í morgun hófust framkvæmdir á gatnamótum Laugavegar og Vitastígs þar sem verið er að skipta um hellur í götunni. Af þeim lokum stendur til að halda framkvæmdunum áfram neðar á Laugaveginum, að sögn Björn Ólafssonar eiganda verslunarinnar Brims. 2.12.2008 15:53
Fyrirtækin þurfa eitthvað sem er meira fast í hendi Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að allir þeir þættir sem nefndir eru í tólf liða aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. 2.12.2008 15:48
Brýnt að mæta vaxandi þörf fyrir leiguhúsnæði Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir brýnt að mæta vaxandi þörf fyrir leiguhúsnæði í borginni. Þetta kom fram í máli Jórunnar á borgarstjórnarfundi sem nú stendur yfir. 2.12.2008 15:31
Bandaríkjamenn vöruðu Indverja við yfirvofandi árás Bandarísk stjórnvöld vöruðu þau indversku við yfirvofandi árás á Múmbaí áður en hún var gerð. Þetta hefur AP fréttastofan eftir fulltrúum í stjórn Bush, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Aðrar heimildir benda til þess að ódæðismennirnir hafi litið svo á að þeir væru að taka þátt í sjálfsvígsárás. 2.12.2008 14:54
Lögreglumenn vilja ekki að mótmælendur fái útrás á sér Það leggst mjög illa í lögreglumenn að fólkið í landinu skuli fá útrás fyrir reiði sína á þeim, segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir að mótælin leggist illa í lögreglumenn. Hann bendir á að ástandið bitni ekkert síður á 2.12.2008 14:16
Viðskiptaráð varar við skattahækkunum Viðskiptaráð fagnar aðhaldssamri stefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum enda sé um að ræða grundvallaratriði í endurreisn hagkerfisins. Miðað við væntanlega hagþróun næstu ára liggi fyrir að stjórnvöld eigi tvo kosti til að brúa þann fjárlagahalla sem þau standa frammi fyrir. Annað hvort að skera niður útgjöld eða auka skattheimtu umtalsvert. Viðskiptaráð telur mikilvægt að stjórnvöld velji fyrri leiðina. 2.12.2008 14:03
Íslendingur í Feneyjum slapp vel úr flóði Menn gengu um í vöðlum í Fenenyjum í gær vegna mikilla flóða. Þorvaldur Baldurs, sem hefur búið þar um skeið, segir að þó það flæði oft komist ástandið sjaldan í líkingu við það sem það var í gær. Þá hafi flóðið náð 156 sentimetra hæð. 2.12.2008 13:54
Þrír flokkar hafa ekki skilað ársreikningum fyrir árið 2007 Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn eiga allir eftir að skila ársreikningum sínum fyrir árið 2007 til Ríkisendurskoðunar. 2.12.2008 13:47
Rannsóknarnefnd á gráu svæði Lárentínus Kristjánsson, formaður Lögmannafélags Íslands segir skipan hæstaréttardómara í rannsóknarnefnd um bankahrunið á gráu svæði - og af slíku svæði eigi menn að forða sér. Dómsmálaráðherra deilir ekki áhyggjum manna af sjálfstæði Hæstaréttar. 2.12.2008 13:03
Vonbrigði að fylgið við ríkisstjórnina skuli ekki vera meira Geir Haarde forsætisráðherra segir að slæm útreið ríkisstjórnarinnar í skoðanakönnun Gallup stafi af því að það sé mikill mótvindur um þessar mundir Það sé vegna þess hvernig ástandið sé 2.12.2008 12:36
Benjamín Þór: Mjög sáttur með frávísun ,,Ég er mjög sáttur með þessa niðurstöðu og ég vona að réttlætið sigri að lokum," segir Benjamín Þór Þorgrímsson líkamsræktarþjálfari um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá tveimur ákærum á hendur honum. 2.12.2008 12:03
Aðgerðaáætlun til bjargar fyrirtækjum kynnt Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kynntu í dag á blaðamannafundi aðgerðaáætlun sem miðar að því að aðstoða fyrirtæki landsins í þeim þrengingum sem nú eru uppi. Aðgerðaráætlunin er í tólf liðum og þar er meðal annars opnað á langtímaeign lífeyrissjóða á fasteignum sem þeir hafa lánað fyrir. Auk þess lýsir ríkisstjórnin yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum. Þá er lagt til að bankarnir skipi sérstakan umboðsmann viðskiptavina og auk þess verður liðkað fyrir stofnun endurreisnarsjóðs, öflugs fjárfestingasjóðs atvinnu-lífsins með þátttöku lífeyrissjóða, banka og annarra fjárfesta, þar á meðal erlendra. 2.12.2008 11:50
Ákærum gegn Benjamín Þór vísað frá dómi Tveimur ákærum á hendur Benjamín Þór Þorgrímssyni líkamsræktarþjálfara var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Benjamín Þór var ákærður fyrir líkamsárás á Ragnar Ólaf Magnússon. Árásin var sýnd í Kompásþætti um handrukkanir á Íslandi í haust. 2.12.2008 11:32
Kjararáð getur ekki lækkað launin Kjararáð hefur hafnað beiðni ríkisstjórnarinnar um það að laun æðstu embættismanna verði lækkuð um 5 til 15 prósent. Í svari ráðsins kemur fram að við óbreyttar aðstæður sé ekki hægt að verða við beiðninni heldur þurfi lagabreyting að koma til. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra héldu rétt í þessu. Geir sagði við sama tilefni að ríkisstjórnin sé búin að ákveða þessar aðgerðir og að því verði ekki breytt þrátt fyrir úrskurð kjararáðs. „Við munum finna aðrar leiðir,“ sagði Geir. 2.12.2008 11:28
14 ára piltar brutust inn og stálu bílum Brotist var inn á bifreiðaverkstæðið Ásinn á Akranesi á laugardagskvöldið og þaðan var lyklum stolið af bifreiðum sem stóðu fyrir utan verkstæðið. Þar var á ferðinni 14 ára gamall piltur. Sá valdi sér bíl og ók á brott og bauð jafnöldrum sínum í bíltúr. Ökuferðinni lauk með því að þeir óku á og stórskemmdu bifreiðina. 2.12.2008 10:57
Auglýsingamál RÚV fái ekki flýtimeðferð Stjórn Sambands íslenskra auglýsingastofa írekar þá skoðun að ákvarðanir um aðkomu Ríkisútvarpsins að auglýsingamarkaði séu teknar með langtímasjónarmið í huga og ekki teknar í flýti. 2.12.2008 10:38
Flugvöllurinn lokaður enn um sinn Alþjóðaflugvöllurinn í Bangkok veður að öllum líkindum lokaður næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að mótmælendur sem lokað hafa flugvellinum síðustu daga hafi tilkynnt um brottför sína. Forstjóri flugvalla í landinu segir í samtali við Reuters að mótmælendurnir hafi bakað Tælandi óbætanlegt tjón og að langan tíma taki að koma öllu í samt lag á flugvellinum. Lokanirnar ná til farþegaflugs en flutningavél tók á loft á vellinum í morgun, sú fyrsta í heila viku. 2.12.2008 10:37
Landssamband lögreglumanna fagnaði 40 ára afmæli Landssamband lögreglumanna varð 40 ára í gær, en það var stofnað þann 1. desember árið 1968. 2.12.2008 10:22
Fyrrum forsetaritari: Staðreyndir þvælast ekki fyrir Ólafi Ragnari Róbert Trausti Árnason, fyrrum forsetaritari, segir að staðreyndir þvælist ekki fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Í Morgunblaðsgrein í dag segir Róbert Trausti að forsetinn sé í látlausu kapphlaupi við sjálfan sig. 2.12.2008 10:21
Steingrímur J. biður blinda og heyrnarlausa afsökunar Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, hefur óskað eftir að fá birta afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla á Vísi í gær. Þar var hann spurður út í þjóðarpúls Gallups og þær góðu undirtektir sem Vinstri grænir hafa fengið að undanförnu. Í lok viðtalsins sagði hann stjórnvöld verða að hlusta á kröfuna um kosningar. Þeir sem ekki gerðu það væru bæði blindir og heyrnarlausir. Steingrímur hefur nú sent afsökunarbeiðni þar sem orðanotkunin væri óviðeigandi. 2.12.2008 09:56
Íslendingar vörðu 106 milljörðum í fræðslumál á síðasta ári Heildarútgjöld til fræðslumála námu 106,4 milljörðum króna eða 8,2% af landsframleiðslu árið 2007, eftir því sem fram kemur í nýrri útgáfu af Hagtíðindum Hagstofunnar. 2.12.2008 09:07
Hollenskir sveppagreifar í sárum Hollendingar bönnuðu sölu á ofskynjunarsveppum frá og með gærdeginum en framkvæmd þess banns mun þó tefjast um stund. 2.12.2008 08:41
Wongsawat dæmdur frá völdum Tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir í ríkisstjórn Taílands hafa verið dæmdir frá völdum af stjórnlagadómstól landsins vegna kosningasvika. 2.12.2008 08:34
Fimmmenningar sýknaðir af vígi fíkniefnasala Fimm manns, sem grunaðir voru um að vera valdir að dauða fíkniefnasala í Kristjaníu í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum, voru sýknaðir af héraðsdómi í Kaupmannahöfn í gær. 2.12.2008 08:30
Jacqui Smith er verndari gleðistunda Bresk öldurhús sleppa naumlega við að svonefndar gleðistundir verði afnumdar með lögum þar í landi. 2.12.2008 08:26
Jyllandsposten fjallar um mótmæli Íslendinga Dagurinn sem hófst með því að minnast 90 ára afmælis fullveldis á Íslandi endaði með háværum mótmælum gegn ríkisstjórn og Seðlabanka Íslands. 2.12.2008 08:20
Vill tálbeitur til að góma barnaníðinga Danskir lögreglumenn eiga að fá að beita sér sem tálbeitur á Netinu í þeim tilgangi að lokka barnaníðinga í hendur réttvísinnar. Þetta segir danski dómsmálaráðherrann Brian Mikkelsen. 2.12.2008 08:18
Sjóræningjar skutu á skemmtiferðaskip Sjóræningjar skutu á breska skemmtiferðaskipið Ocean Nautica á Aden-flóa á sunnudaginn. Um borð í skipinu voru 690 farþegar auk 396 manna áhafnar. 2.12.2008 08:13
Ökumenn í Hvalfjarðargöngum löghlýðnir Ökumenn sem aka um Hvalfjarðargöng eru óvenjulöghlýðnir samkvæmt hraðamælingum lögreglu. 2.12.2008 07:20
Grindhvalakjöt varasamt segir landlæknir Færeyja Færeyingar eru slegnir yfir þeim tilmælum landlæknis eyjanna að hætta helst alveg að bragða á grindhvalakjöti, sem hefur verið mikilvæg uppistaða í fæðu eyjaskeggja í aldanna rás. 2.12.2008 07:14
Ók á staur í hálku Þrír slösuðust, en enginn þó alvarlega, þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum í flughálku á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust upp úr miðnætti og hafnaði á ljósastaur. 2.12.2008 07:13