Innlent

Benjamín Þór ákærður aftur

Jón H. B. Snorrason.
Jón H. B. Snorrason.

Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari, verður að öllum líkindum ákærður á nýjan leik fyrir líkamsárás, að sögn Jóns H. B. Snorrasonar saksóknara og aðstoðarlögreglustjóra lögreglu höfuðborgarsvæðisins. ,,Ég á ekki von á öðru en gefin verði út ný ákæra.

Benjamín Þór var ákærður fyrir líkamsárás á Ragnar Ólaf Magnússon og var árásin sýnd í Kompásþætti í haust sem fjallaði um handrukkanir á Íslandi.

Fyrr í dag vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur ákærunni frá vegna þess að lögreglan gaf út tvær ákærur. Í úrskurði héraðsdóms segir að ákæruvaldinu séu settar þröngar skorður um leiðréttingu eða breytingu á ákæru. Þrátt fyrir það kemur fram í úrskurðinum að lögreglan á kost á því að höfða mál á nýjan leik gegn Benjamín Þór.

,,Það var freistast til þess að gera leiðréttingu á ákærunni áður en hún var þingfest með því að senda leiðrétt eintak. Fyrir handvömm hjá réttinum var þetta eintak sem átti að leiðrétta áfram meðal þeirra skjala sem verjandinn fékk," segir Jón.

Aðspurður segir Jón óalgengt að leiðrétta þurfi ákærur líkt og gert var í þessu tilviki.






Tengdar fréttir

Ákærum gegn Benjamín Þór vísað frá dómi

Tveimur ákærum á hendur Benjamín Þór Þorgrímssyni líkamsræktarþjálfara var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Benjamín Þór var ákærður fyrir líkamsárás á Ragnar Ólaf Magnússon. Árásin var sýnd í Kompásþætti um handrukkanir á Íslandi í haust.

Benjamín Þór: Mjög sáttur með frávísun

,,Ég er mjög sáttur með þessa niðurstöðu og ég vona að réttlætið sigri að lokum," segir Benjamín Þór Þorgrímsson líkamsræktarþjálfari um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá tveimur ákærum á hendur honum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×