Innlent

Borgin biðst afsökunar

Hrólfur Jónsson.
Hrólfur Jónsson.

Í morgun hófust framkvæmdir á gatnamótum Laugavegar og Vitastígs en skipta þurfti um hellur í götunni. Loka þurfti fyrir umferð á meðan og kallaði það á mikil viðbrögð meðal annars frá kaupmönnum við Laugaveginn. Vísir talaði fyrr í dag við Björn Ólafsson kaupmann sem var afar ósáttur.

,,Við erum búin að vinda ofan af þessu og þetta verður bara í dag og búið," sagði Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Þetta hafi verið mistök.

Hrólfur sagði að framkvæmdunum hafi verið frestað fram yfir jól.

,,Hjá Framkvæmda- og eignasviði er litið á það sem mistök að hafa farið út í þessar framkvæmdir á þessum árstíma og beðist er velvirðingar á truflun sem fylgdi þessari viðhaldsvinnu. Gengið verður frá í kvöld og Laugavegur opnaður á ný," segir í tilkynningu framkvæmda- og eignasviðs.






Tengdar fréttir

Björn í Brimi brjálaður út í borgina

Í morgun hófust framkvæmdir á gatnamótum Laugavegar og Vitastígs þar sem verið er að skipta um hellur í götunni. Af þeim lokum stendur til að halda framkvæmdunum áfram neðar á Laugaveginum, að sögn Björn Ólafssonar eiganda verslunarinnar Brims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×