Innlent

Leit að rjúpnaskyttunni hætt fram að helgi

Lögreglan á Selfossi, í samráði við björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hefur tekið ákvörðun um að fresta leit að rjúpnaskyttu sem saknað hefur verið í Árnessýslu, fram á laugardag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu nú í kvöld. Þar segir ennfremur að í dag hafi 50 sérhæfðir leitarmenn leitað á suðvesturhorninu án árangurs. Áhersla var lögð á að fínleita ákveðin svæði og voru notaðir bæði hundar og hestar við það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×