Innlent

Kjararáð getur ekki lækkað launin

Kjararáð hefur hafnað beiðni ríkisstjórnarinnar um það að laun æðstu embættismanna verði lækkuð um 5 til 15 prósent. Í svari ráðsins kemur fram að við óbreyttar aðstæður sé ekki hægt að verða við beiðninni heldur þurfi lagabreyting að koma til. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir héldu rétt í þessu. Geir sagði við sama tilefni að ríkisstjórnin sé búin að ákveða þessar aðgerðir og að því verði ekki breytt þrátt fyrir úrskurð kjararáðs. „Við munum finna aðrar leiðir," sagði Geir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×