Innlent

14 ára piltar brutust inn og stálu bílum

Brotist var inn á bifreiðaverkstæðið Ásinn á Akranesi á laugardagskvöldið og þaðan var lyklum stolið af bifreiðum sem stóðu fyrir utan verkstæðið. Þar var á ferðinni 14 ára gamall piltur. 

Í framhaldinu valdi drengurinn sér bíl og ók á brott og bauð jafnöldrum sínum í bíltúr.  Ökuferðinni lauk með því að þeir óku á og stórskemmdu bifreiðina.

Á sunnudaginn náðu félagarnir þrír sér í aðra bifreið og ókum henni fyrst til Borgarnes og því næst til Reykjavíkur þar sem þeir komu við í Smáralindinni. Drengirnir skiptust á að aka bílnum sem þeir skildu að lokum eftir við bensínstöð N1 á Akranesi. Þar voru þeir gripnir af lögreglu þegar þeir vitjuðu bílsins á mánudaginn.

Félagsmálayfirvöldum verður afhent málið til meðferðar þar sem piltarnir eru ekki sakhæfir samkvæmt íslenskum lögum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×