Innlent

Fjórir af hverjum tíu síldarfiskum sýktir

Frumrannsókn Hafrannsóknarstofnunar á síldinni af Íslandsmiðum staðfestir það sem óttast var, að uppundir fjörutíu prósent af síldinni sé sýkt af banvænu sníkjudýri.

Það er nóg að gera á Hafró og fólk kallað úr öðrum verkum til að meta hvort það geti staðist að nærri fjórir af hverjum tíu síldarfiskum við landið sé sýktur af sníkjudýrinu Iktíófónus, sem gárungar innan Hafró hafa snúið upp á íslensku og kalla nú hæringsbana eða hæringshörsl, þeir sem glúrnastir eru í að finna tungubrjóta.

Fregnir bárust af sýktri síld fyrir helgi og virðist sýkingin hafa breiðst út um stofnana á fáeinum sólarhringum. Það vekur að sjálfsögðu ugg hjá útgerðinni, því ekki þykir boðlegt að selja sýktan fisk til manneldis - þótt hættulaus sé - og brædd gefur síldin minna af sér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×