Innlent

Grindhvalakjöt varasamt segir landlæknir Færeyja

Grindhvalur.
Grindhvalur.

Færeyingar eru slegnir yfir þeim tilmælum landlæknis eyjanna að hætta helst alveg að bragða á grindhvalakjöti, sem hefur verið mikilvæg uppistaða í fæðu eyjaskeggja í aldanna rás.

Ástæðan er að samkvæmt nýjum rannsóknum er svo mikið af kvikasilfri og þrávirka efninu PCB, bæði í kjötinu og spikinu, að það er talið auka hættu á of háum blóðþrýstingi, beinþynningu og parkinsons-veiki.

Þessi ótíðindi bætast við tilmæli landlæknis til ófrískra kvenna í Færeyjum fyrir nokkrum árum, að neyta ekki grindarkjöts þar sem fóstrið gæti skaðast. Færeyingar líkja þessu við að Íslendingum yrði allt í einu bannað að bragða hangikjöt





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×