Erlent

Clinton segir íslendinga framarlega í nýtingu jarðvarma

Filippseyingar eru í fararbroddi þegar kemur að því að nýta jarðvarma til rafmagnsframleiðslu en Íslendingar rétt þar á eftir. Þetta sagði Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, við upphaf umhverfisráðstefnu samtaka hans sem hófst í Hong Kong í dag.

Meðal gesta í pallboðinu var Gloria Macapagal-Arroyo, forseti Filippseyja. Clinton sagði Filippseyjar í fararbroddi þegar kæmi að nýtingu jarðvarma til rafmagnsframleiðslu.

Clinton bætti því við að Bandaríkjamenn hefðu horfið af þessari braut fyrir tuttugu árum þegar olía hafi aftur orðið ódýr og það harmi hann. Nú leiti Bandaríkjamenn um land sitt að jarðvarma til að nýta þannig að nýta megi þessa auðlind með sama hætti og Filippseyingar og Íslendingar hafi gert.

Hvort Clinton talar fyrir munn Baracks Obama, verðandi Bandaríkjaforseta, en víst er að hann hefur eyra hans í gegnum verðandi utanríkisráðherra og ýmsa fyrrverandi ráðgjafa sem snúa nú aftur í Hvíta húsið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×