Erlent

Vill tálbeitur til að góma barnaníðinga

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Danskir lögreglumenn eiga að fá að beita sér sem tálbeitur á Netinu í þeim tilgangi að lokka barnaníðinga í hendur réttvísinnar. Þetta segir danski dómsmálaráðherrann Brian Mikkelsen.

Hann vill að lögreglumenn fari huldu höfði á spjallsíðum Netsins og látist vera stúlkur undir lögaldri. Geri eldri menn þeim tilboð um kynlíf eiga lögreglumennirnir að slá til og grípa svo tilboðsgjafann glóðvolgan í framhaldinu, ekki ósvipað því þegar íslenska þjóðin varð vitni að afhjúpun barnaníðings í einum af fréttaskýringaþáttum Kompáss fyrir tæpum tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×