Erlent

Wongsawat dæmdur frá völdum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Það væri synd að segja að stjórn Somchai Wongsawat væri í miklum blóma.
Það væri synd að segja að stjórn Somchai Wongsawat væri í miklum blóma. MYND/Daylife.com

Tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir í ríkisstjórn Taílands hafa verið dæmdir frá völdum af stjórnlagadómstól landsins vegna kosningasvika.

Þar á meðal er flokkur forstætisráðherrans Somchai Wongsawat en honum og öðrum framámönnum flokksins verður bannað að taka þátt í stjórnmálum í fimm ár. Líklegt þykir að dómurinn bindi enda á aðgerðir andstæðinga stjórnarinnar sem lokað hafa tveimur stærstu flugvöllunum í höfuðborginni Bangkok undanfarna sex daga og valdið með því miklu öngþveiti.

Þess má geta að Wongsawat er mágur fyrrverandi forsætisráðherra Thaksin Shinawatra sem herinn steypti af stóli árið 2006.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×