Erlent

Flugvöllurinn lokaður enn um sinn

Lögregla hefur tekist á við mótmælendur síðustu viku í Tælandi.
Lögregla hefur tekist á við mótmælendur síðustu viku í Tælandi.
Alþjóðaflugvöllurinn í Bangkok veður að öllum líkindum lokaður næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að mótmælendur sem lokað hafa flugvellinum síðustu daga hafi tilkynnt um brottför sína. Forstjóri flugvalla í landinu segir í samtali við Reuters að mótmælendurnir hafi bakað Tælandi óbætanlegt tjón og að langan tíma taki að koma öllu í samt lag á flugvellinum. Lokanirnar ná til farþegaflugs en flutningavél tók á loft á vellinum í morgun, sú fyrsta í heila viku.


Tengdar fréttir

Wongsawat dæmdur frá völdum

Tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir í ríkisstjórn Taílands hafa verið dæmdir frá völdum af stjórnlagadómstól landsins vegna kosningasvika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×