Innlent

Björn í Brimi brjálaður út í borgina

Í morgun hófust framkvæmdir á gatnamótum Laugavegar og Vitastígs þar sem verið er að skipta um hellur í götunni. Af þeim lokum stendur til að halda framkvæmdunum áfram neðar á Laugaveginum, að sögn Björn Ólafssonar eiganda verslunarinnar Brims.

Björn segir að kaupmenn á svæðinu séu ævareiðir út í borgina og með ólíkindum sé að hefja þurfi framkvæmdir eins og þessar á öðrum degi jólamánaðarins. Ekki síst í ljósi erfiðs árferðis í kjölfar bankahrunsins.

Björn segist hafa hringt í morgun og spurst fyrir málið en fátt hafi verið um svör hjá embættismönnum. ,,Ég fékk nákvæmlega sömu svör og stjórnmálmenn gefa. Þeir bakka ekki og það er allt rétt sem þeir gera."

Björn segir að salan hafi dottið niður í verslun sinni í dag en gærdagurinn hafi verið afar góður. Hann vonast til þess að frekari framkvæmdum við verslunargötuna verði frestað fram yfir jól.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×