Innlent

Landssamband lögreglumanna fagnaði 40 ára afmæli

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.

Landssamband lögreglumanna varð 40 ára í gær, en það var stofnað þann 1. desember árið 1968.

Í tilefni dagsins var haldinn hátíðar stjórnarfundur og var Mæðrastyrksnefnd afhentur styrkur upp á 709 þúsund krónur frá Líknar- og hjálparsjóði Landssambandsins. Það samsvarar 1000 krónum frá hverjum starfandi lögreglumanni í landinu.

Snorri Magnússon, núverandi formaður Landssambandsins, segir að afmælisins verði minnst með ýmsum hætti út afmælisárið en ekki verði gert meira af því í jólamánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×