Ríkisstjórnarflokkarnir halda velli í MR Breki Logason skrifar 2. desember 2008 21:13 Menntaskólinn í Reykjavík Ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag myndu tæp 70% nemenda við Menntaskólann í Reykjavík kjósa ríkisstjórnarflokkanna. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem gerð var á meðal nemenda skólans og birtist í nýjasta tölublaði Menntaskólatíðinda. Niðurstaðan kemur ritstjóranum á óvart. „Þetta kemur mér nokkuð á óvart miðað við þá umræðu sem hefur verið í samfélaginu undanfarið. Sérstaklega sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé með mesta fylgið, ég hélt að MR væri meiri krataskóli," segir Egill Örn Gunnarsson ritstjóri Menntaskólatíðinda sem gefið er út í skólanum. Nemendur úr þremur bekkjum í hverjum árgangi voru spurðir út í stuðning sinn við stjórnmálaflokka. Alls voru 230 nemendur sem tóku þátt eða 27% af öllum skólanum. Allir sem voru spurðir tóku afstöðu að sögn Egils. Langflestir sem tóku þátt sögðu að enginn flokkur væri nógu góður, eða 96 nemendur. 58 nemendur sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn og 39 Vinstri græna. Samfylkingin fékk 33 atkvæði og Framsóknarflokkurinn 4. Enginn nemandi Menntaskólans í Reykjavík sagðist styðja Frjálslynda flokkinn. „Við drógum þá ályktun að ef þetta væru alþingiskosningar þá myndu þessi 96 atkvæði vera ógild. Miðað við það eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með 68% atkvæða. Það má síðan velta fyrir sér hvert þessi ógildu atkvæði hefðu síðan farið," segir Egill. Egill segist finna fyrir miklum áhuga á stjórnmálum í skólanum og sú staðreynd að 41,7% nemenda telji engann flokk á Alþingi nógu góðan sé í raun sláandi. „Það er mikill áhugi hérna myndi ég segja. Það líður varla það hádegi að ekki sé rætt um mótmælin eða fréttirnar úr fréttatímanum kvöldið áður. Ég tel því að MR-ingar séu mjög pólitískir," segir Egill Örn að lokum. Hér er hægt að skoða nýjasta tölublað Menntaskólatíðinda Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag myndu tæp 70% nemenda við Menntaskólann í Reykjavík kjósa ríkisstjórnarflokkanna. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem gerð var á meðal nemenda skólans og birtist í nýjasta tölublaði Menntaskólatíðinda. Niðurstaðan kemur ritstjóranum á óvart. „Þetta kemur mér nokkuð á óvart miðað við þá umræðu sem hefur verið í samfélaginu undanfarið. Sérstaklega sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé með mesta fylgið, ég hélt að MR væri meiri krataskóli," segir Egill Örn Gunnarsson ritstjóri Menntaskólatíðinda sem gefið er út í skólanum. Nemendur úr þremur bekkjum í hverjum árgangi voru spurðir út í stuðning sinn við stjórnmálaflokka. Alls voru 230 nemendur sem tóku þátt eða 27% af öllum skólanum. Allir sem voru spurðir tóku afstöðu að sögn Egils. Langflestir sem tóku þátt sögðu að enginn flokkur væri nógu góður, eða 96 nemendur. 58 nemendur sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn og 39 Vinstri græna. Samfylkingin fékk 33 atkvæði og Framsóknarflokkurinn 4. Enginn nemandi Menntaskólans í Reykjavík sagðist styðja Frjálslynda flokkinn. „Við drógum þá ályktun að ef þetta væru alþingiskosningar þá myndu þessi 96 atkvæði vera ógild. Miðað við það eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með 68% atkvæða. Það má síðan velta fyrir sér hvert þessi ógildu atkvæði hefðu síðan farið," segir Egill. Egill segist finna fyrir miklum áhuga á stjórnmálum í skólanum og sú staðreynd að 41,7% nemenda telji engann flokk á Alþingi nógu góðan sé í raun sláandi. „Það er mikill áhugi hérna myndi ég segja. Það líður varla það hádegi að ekki sé rætt um mótmælin eða fréttirnar úr fréttatímanum kvöldið áður. Ég tel því að MR-ingar séu mjög pólitískir," segir Egill Örn að lokum. Hér er hægt að skoða nýjasta tölublað Menntaskólatíðinda
Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira