Innlent

Steingrímur J. biður blinda og heyrnarlausa afsökunar

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, hefur óskað eftir að fá birta afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla á Vísi í gær. Þar var hann spurður út í þjóðarpúls Gallups og þær góðu undirtektir sem Vinstri grænir hafa fengið að undanförnu. Í lok viðtalsins sagði hann stjórnvöld verða að hlusta á kröfuna um kosningar. Þeir sem ekki gerðu það væru bæði blindir og heyrnarlausir. Steingrímur hefur nú sent afsökunarbeiðni þar sem orðanotkunin væri óviðeigandi.

„Í spjalli mínu við fréttamann Vísis þar sem rætt var um þau skilaboð sem þjóðin væri að senda gegn um útkomu nýjustu skoðanakönnunar Gallup varð mér á óviðeigandi orðanotkun sem ég vil biðjast afsökunar á," segir Steingrímur. „Ég sagði sem svo að þeir sem ekki skildu skilaboðin, og átti þá vissulega einkum við ríkisstjórnina, væru bæði blindir og heyrnarlausir. Þetta var als óviðeigandi orðanotkun af tvennum ástæðum. Slíka fötlun má aldrei tala óvarlega um og ekkert þarf að vanta upp á skilning þeirra sem við annað hvort eða hvorutveggja búa. Hitt er að mér er ekki kunnugt um að neitt slíkt aftri ríkisstjórninni. Eitthvað annað hlýtur því að skýra skilningsleysi hennar," segir Steingrímur J. Sigfússon.






Tengdar fréttir

Segir málefnanlegar innistæður fyrir miklu fylgi Vg

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segir niðurstöður þjóðarpúls Gallups ekkert koma sér sérstaklega á óvart. Flokkur Steingríms mælist með mest fylgi allra flokka, á sama tíma og fylgi stjórnarflokkanna hrynur. Hann segir þann sem ekki sjái kröfu þjóðarinnar um breytingar bæði blindan og heyrnarlausan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×