Innlent

Lögreglumenn vilja ekki að mótmælendur fái útrás á sér

Lögreglumenn urðu fyrir barðinu á mótmælendum fyrir réttri viku síðan.
Lögreglumenn urðu fyrir barðinu á mótmælendum fyrir réttri viku síðan.

Það leggst mjög illa í lögreglumenn að fólkið í landinu skuli fá útrás fyrir reiði sína á þeim, segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir að mótmælin leggist illa í lögreglumenn. Hann bendir á að ástandið bitni ekkert síður á lögreglumönnum en öðrum þegnum þessa lands.

„Ég veit ekki hvað maður á að segja um þessi mótmæli við lögreglustöðina hérna fyrir rúmri viku síðan," segir Snorri. Hann segir þó að það sé gersamlega út í hött að fólk skuli spyrða handtöku á manni sem borgi ekki sektina sína við einhverjar mótmælaaðgerðir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×