Innlent

Viðskiptaráð varar við skattahækkunum

Erlendur Hjaltason er formaður Viðskiptaráðs. MYND/Anton
Erlendur Hjaltason er formaður Viðskiptaráðs. MYND/Anton

Viðskiptaráð fagnar aðhaldssamri stefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum enda sé um að ræða grundvallaratriði í endurreisn hagkerfisins. Miðað við væntanlega hagþróun næstu ára liggi fyrir að stjórnvöld eigi tvo kosti til að brúa þann fjárlagahalla sem þau standa frammi fyrir. Annað hvort að skera niður útgjöld eða auka skattheimtu umtalsvert. Viðskiptaráð telur mikilvægt að stjórnvöld velji fyrri leiðina.

,,Fjárhagsstaða einstaklinga og heimila er nú þegar í molum og ekki á það bætandi með hækkun skatta. Þrátt fyrir góða afkomu hins opinbera síðustu ár hafa útgjöld vaxið með miklum hraða og því ljóst að umtalsvert svigrúm er til hagræðingar í rekstri þess," segir í ályktun Viðskiptaráðs.

Ekki er fyrirséð hver áhrif skattahækkana yrðu við þær viðkvæmu aðstæður sem ríkja í efnhagslífinu, að mati ráðsins. Hætt er við að skattahækkanir leiði til enn frekari samdráttar sem myndi þrengja skattstofna og mögulega draga úr heildarskatttekjum á endan um. Viðskiptaráð telur í því ljósi skynsamlegt að forðast skattahækkanir eftir fremsta megni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×