Innlent

Vonbrigði að fylgið við ríkisstjórnina skuli ekki vera meira

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Geir Haarde forsætisráðherra segir að slæm útreið ríkisstjórnarinnar í skoðanakönnun Gallup stafi af því að það sé mikill mótvindur um þessar mundir Það sé vegna þess hvernig ástandið sé og hversu mikla erfiðleika sé við að glíma „En við höfum sagt það bæði tvö að við ætlum að halda ótrauð áfram til að koma þjóðinni í gegnum þessa erfiðleika og þá verðum við að sætta okkur við það að skoðanakannanir eru ekki alltaf mjög uppörvandi rétt á meðan," segir Geir og vísaði til sín og Ingibjargar Sólrúnar.

Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup hefur stuðningur við ríkisstjórnina minnkað um 14% milli mánaða og mælist nú um 32%, sem er sama fylgi og Vinstri grænir mælast nú við.

Ingibjörg Sólrún segir að það séu vonbrigði að fylgið við ríkisstjórnina skuli ekki mælast meira og það hljóti að vera verkefnið framundan að breyta því þannig að fólk verði ánægðara með það sem ríkisstjórnin er að gera. „Þetta er svolítið eins og að moka skaf. Þetta er svolítið stór skafl og við erum í honum miðjum og vonandi komumst við í gegnum hann og fólk átti sig þá á því að það sem við erum að gera hafi verið til þess að laga stöðuna í íslensku samfélagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×