Innlent

Ökumenn í Hvalfjarðargöngum löghlýðnir

MYND/Fréttablaðið/Pjetur

Ökumenn sem aka um Hvalfjarðargöng eru óvenjulöghlýðnir samkvæmt hraðamælingum lögreglu.

Í mælingum frá miðvikudegi í síðustu viku og þar til í gær reyndust aðeins 122 af rösklega 10.500 bílum hafa farið yfir hámarkshraða, sem er aðeins eitt prósent. Þetta er enn athyglisverðara í ljósi þess að hámarkshraðinn í göngunum er 70 kílómetrar á klukkustund, eða 20 kílómetrum lægri en á vegunum að þeim og frá. Við sambærilegar mælingar annars staðar eru dæmi um að hátt i 50 prósent ökumanna aki of hratt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×