Erlent

Sjóræningjar skutu á skemmtiferðaskip

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Sjóræningjar skutu á breska skemmtiferðaskipið Ocean Nautica á Aden-flóa á sunnudaginn. Um borð í skipinu voru 690 farþegar auk 396 manna áhafnar.

Tvö sjóræningjaskip réðust til atlögu við skemmtiferðaskipið og skutu sjóræningjarnir úr rifflum á skipið. Áhöfninni tókst að forða skipinu úr skotfæri með því að beita vélum þess til hins ýtrasta. Engan um borð sakaði og ekki urðu merkjanlegar skemmdir á skipinu. Skemmtiferðaskipið komst heilt til hafnar í Oman á Arabíuskaga í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×