Fleiri fréttir

20 fíkniefnamál á Landsmóti hestamanna

Fkniefnaleitarhundurinn Bea var mikið notuð við leit um helgina, aðallega í tengslum við landsmótshald á Hellu en þar voru lögreglumenn frá fíkniefnadeild LRH ásamt lögreglumanni frá Selfossi sem jafnframt er umsjónarmaður hundsins.

Rúmlega 35.000 fangar hófu afplánun á Norðurlöndum árið 2006

Samanlagt hófu 35.368 dómþolar á Norðurlöndunum afplánun á árinu 2006 sem er 14% aukning frá 2002. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fangelsismálastofnana Norðurlandanna og taka íslensk fangelsisyfirvöld nú þátt í verkefninu öðru sinni.

Um 50 manns mótmæltu við dómsmálaráðuneytið

Talið er að um 50 manns hafi komið saman við dómsmálaráðuneytið í hádeginu til þess að knýja á um lausn mála fyrir Keníamanninn Paul Ramses sem sendur var úr landi í síðustu viku.

Sálfræðingur segir háskólakennara haldinn barnagirnd

Háskólakennarinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi undanfarnar vikur, grunaður er um gróf kynferðisbrot gegn níu börnum, er haldinn barnagirnd. Þetta kemur fram í sálfræðimati sem kennarinn sætti vegna rannsóknar málsins.

Flogið með eftirlýsta Frakkann heim

Eftirlýstur franskur ríkisborgari sem handtekinn var hér á landi í byrjun júní var fluttur til Frakklands aðfaranótt föstudagsins síðasta.

Þorleifur: Borgarráð var blekkt

Þorleifur Gunnlaugsson segir að borgarráð hafi verið blekkt þegar yfirlýsing frá Heilsuverndarstöðinni og Hag var lögð fyrir ráðið 26. júní síðastliðinn.

Leitað að manni með alzheimer

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni Sigurði Gísla Bjarnasyni en hann sást síðast á heimili sínu í Lindahverfi í Kópavogi í morgun.

Blóðbað í Pamplona

Tala slasaðra á sjúkrahúsinu í Pamplona hækkar ört eftir að hið árlega nautahlaup bæjarins hófst í dag.

Makríll fer að teljast til nytjafiska við landið

Síldveiðiskipin fyrir austan land fá nú margfalt meira af makríl sem meðafla en nokkru sinni fyrr. Hann fer nú að teljast til nytjafiska hér við land og gæti orðið tilefni til enn einnar fiskveiðideilunnar við Norðmenn.

Óvissa með húsnæði áfangaheimilis

Eigandi húsnæðis sem Heilsuverndarstöðin ætlar að nýta sem áfangaheimili í raðhúsalengju í Norðlingaholti var tekinn til gjaldþrotaskipta í apríl. Því er enn óvissa um hvort starfsemin hefjist á réttum tíma.

Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda áfram í dag

Hlé var gert á samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins hjá ríkissáttasemjara nú í hádeginu en viðræðum verður haldið áfram um eittleytið.

Dæmdur fyrir þjófnað úr matvöruverslun

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í félagi við aðra menn stolið vörum úr verslun Bónuss við Smiðjuveg fyrir hátt í hundrað þúsund krónur

Innanlandsflug raskast vegna þoku

Ekkert hefur verið flogið til Akureyrar og Ísafjarðar í morgun vegna þoku en athuga á nú um ellefuleytið hvort hægt sé að fljúga þangað.

Hóta frekari refsiaðgerðum gegn Simbabve

Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims segja að ef stjórnvöld í Simbabve bregðist ekki við óskum alþjóðasamfélagsins um sættir í landinu í kjölfar forsetakosninga þar verði gripið til frekari refsiðagerða gegn landinu.

Lyfjakostnaður TR jókst um 14% milli ára

Kostnaður Tryggingastofnunar ríkisins vegna lyfja á fyrsta þriðjungi ársins jókst um 14% miðað við sama tíma í fyrra, eða um 308 milljónir króna.

Félagar í BHM greiða atkvæði um kjarasamning

Atkvæðagreiðsla hófst í dag meðal félagsmanna í Bandalagi háskólamanna um kjarasamning sem gerður var við ríkið á dögunum. Um er að ræða rafræna atkvæðagreiðslu sem fram fer á heimasíðu bandalagsins, bhm.is. Félagsmenn eru í tilkynningu frá BHM hvattir til að nýta atkvæðarétt sinn en opið er fyrir atkvæðagreiðslu fram á miðnætti á föstudag.

Icelandair meðal óstundvísustu flugfélaga Evrópu

Icelandair er í fjórða sæti yfir þau evrópsku flugfélög þar sem seinkun á flugi til áfangastaða í Evrópu var hvað mest á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í samantekt Sambands evrópskra flugfélaga, Association of Europena Airlines.

Áfram mótmælt við dómsmálaráðuneytið

"Jú, við ætlum að hittast í hádeginu á hverjum degi til 10. júlí, " segir Hörður Torfason leikstjóri og söngvaskáld en hann er einn þeirra sem staðið hefur fyrir utan dómsmálaráðuneytið til þess að mótmæla meðferðinni á Paul Ramses.

Anti-rasistar mótmæla meðferðinni á Ramses

Dane Magnússon, formaður Félags anti-rasista á Íslandi, skorar á stjórnvöld að snúa Keníamanninum Paul Ramses aftur til Íslands. Dane segist skammast sín í fyrsta skipti fyrir að vera íslendingur og neitar að hafa blóð manns á höndum sér.

Þrír ölvaðir ökufantar handteknir í Vogum

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi þrjá ölvaða menn í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd, eftir að einhver þeirra hafði ekið bíl utan í annan á Reykjanesbraut fyrr um kvöldið með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar.

Yfir 20 létust í námuslysi í Kína

Að minnsta kosti 21 námamaður lét lífið er kolanáma í norðausturhluta Kína hrundi á laugardag. Þetta er í annað sinn á innan við viku sem alvarlegt námuslys verður í Kína.

Síldveiðiskipin fyrir austan land fá mikið af makríl

Síldveiðiskipin fyrir austan land fá mikið af makríl sem meðafla. Þannig er eitt skip á landleið með 17 hundruð tonna afla, en þar af eru fimm hundruð til sex hundruð tonn makríll, eða um það bil þriðjungur.

Björn segir Jóhannes í Bónus hóta vopnavaldi

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsir undrun sinni og harmar málflutning þeirra Árna Johnsens, flokksbróður síns, og Jóhannesar Jónssonar í Bónus vegna Baugsmálsins.

Yfirmaður þróunaraðstoðar í Sómalíu er allur

Byssumenn hafa banað yfirmanni þróunaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu, eftir því sem talsmenn Sameinuðu þjóðanna fullyrða. Osman Ali Ahmed var skotinn í höfuðið þegar hann var að yfirgefa moskvu í Mogadishu, höfuðborg landsins. Hann lést af völdum sára sinna á spítala.

Ella Dís er með sjálfsofnæmi

Læknar í Lundúnum komust nýlega að því að tveggja ára íslensk stúlka, sem talin var glíma við hrörnunarsjúkdóm, hafi verið með sjálfsofnæmi sem orsakaði hrörnun vöðvanna. Stúlkan var búin að missa nær allan líkamsmátt en getur nú í fyrsta sinn í margar vikur haldið höfði.

Þung umferð í átt að bænum

Þung umferð er á Vesturlands og Suðurlandsvegi til höfuðborgarsvæðisins enda ein af stærstu ferðahelgum sumarsins að baki. Hún hefur verið að aukast með kvöldinu og biður lögregla ökumenn um að sýna biðlund og tillitsemi í umferðinni.

Sjá næstu 50 fréttir