Innlent

Þrír ölvaðir ökufantar handteknir í Vogum

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi þrjá ölvaða menn í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd, eftir að einhver þeirra hafði ekið bíl utan í annan á Reykjanesbraut fyrr um kvöldið með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar.

Engan sakaði í þeim bíl en hann skemmdist nokkuð. Þremenningarnir stungu hinsvegar af , en vitni náðu skráningarnúmeri bíls þeirra, sem leiddi til handtökunnar. Þeir gista fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag, þegar af þeim verður runnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×